Þvottakarfan: Deilisamgöngur og rafíþróttir

Á þriðjudaginn var borgarstjónarfundur. Ég flutti tillögu um deilisamgöngur fyrir hönd meirihlutans. Tillagan gekk út á þrjá þætti sem ætla var að ýta undir fjölbreytta ferðamáta. Við samþykktum af afnema þak á vistvænum leigubílum, vera opin fyrir micromobility lausnum á borð við Bird eða Lime og samþykktum að leita leiða til að fyrir ýta undir notkun deilibíla með bílastæðafríðindum.

Síðan var rætt um tillögu um rafíþróttir. Það er mikill vöxtur í þessu á heimsvísu. Til dæmis var forseti Póllands að pósa á mynd með fyrirliða rafíþróttalandsliðsins þar í landi. Hér er farið að tala um að setja þetta í íþróttafélögin og um það snerist tillagan. Það yrði svo sem fínn staður og þannig er það víða. Krakkar gætu þá farið í Fylki, Val eða KR, æft FIFA og Fortnite fyrir eða eftir handboltaæfingu. Ég sé nákvæmælega ekkert slæmt við þetta.

Síðan var rætt um tillögu Flokks fólksins um að setja göngugötur á ís. Eftir langar umræður dró fulltrúi Flokks fólksins tillöguna til baka, eftir hvatningu Sjálfstæðisflokksins. Af hverju fulltrúi Flokks fólksins gerði það, er mér óskiljanlegt. Tillagan hefði auðvitað fallið en markmiðinu, um að sýna andstöðu FF við hugmyndina um göngugötur, hefði verið náð. En með því að draga tillöguna til baka losaði fulltrúi FF Sjálfstæðisflokkinn undan því að taka afstöðu til málsins og, líklega, klofna. Enda er ekkert leyndarmál að skiptar skoðanir eru um samgöngu- og skipulagsmál hjá Sjálfstæðismönnum í borginni.

Í vikunni kom t.d. fram þau væru ósammála um flugvöllinn. Sem er svo sem ekki slæmt. Það þýðir að stuðningur við flutning vallarins innan borgastjórnar ætti enn að vera traustur.

Á laugardaginn hitti ég stuttlega utanríkisráðherra Póllands, þar sem hann var staddur í heimsókn hérlendis.

Leave a Reply

Your email address will not be published.