Fréttatilkynning vegna framboðs

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Viðreisnar vegna borgarstjórnarkosninga sem fram fer 4.-5. mars. Ég mun sækjast eftir 2. sæti listans.

Ég hef á kjörtímabilinu barist fyrir grænum áherslum í skipulagsmálum, ég hef stutt þéttingu byggðar, ég hef stutt fjölgun göngugatna, ég hef stutt við uppbyggingu hjólastíga og ég hef stutt við Borgarlínuverkefnið, heilshugar.

Sem formaður í skipulagsráði hef ég lagt kapp á skipulagsferlar í borginni gangi hratt og vel fyrir sig. Í minni tíð, frá árinu 2021, hefur verið lokið við deiliskipulag lóða fyrir yfir 3 þúsund íbúðir. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram á svipaðri braut en leggja enn meiri áherslu á skipulagningu nýrrar byggðar í Vatnsmýri.

Ég lagði ásamt Viðreisn áherslu á lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir síðustu kosningar og er stoltur af því að það hafi náðst í gegn. Ég beitti mér fyrir því að borgin tæki rafskútum opnum örmum og það er ánægjulegt að sjá þann frjálsa markað blómstra. Ég mun áfram beita mér fyrir því að máttur einkaframtaksins fái notið sín í borginni, að borgin standi ekki í samkeppnisrekstri og að fleiri verkefni verði boðin út eða unnin í samstarfi við einkaaðila.

Á kjörtímabilinu hef ég meðal annars stýrt tveimur fastanefndum, menningar- íþrótta- og tómstundaráði og skipulags- og samgönguráði. Ég hef starfað sem forseti borgarstjórnar hluta kjörtímabilsins. Ég hef átt góð samskipti við ótal marga Reykvíkinga og hitt tugi hagaðila. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu sem ég er sannfærður um að muni nýtast borgarbúum áfram. Ég hlakka til að komandi kosningabaráttu og að geta lagt verk mín í dóm reykvískra kjósenda.

Pawel Bartoszek – borgarfulltrúi

Leave a Reply

Your email address will not be published.