Þvottakarfan: Sumaropnanir og lokaathöfn Reykjavíkurskákmótsins

Sunnudaginn 14. apríl fór ég í viðtal á Stöð 2 til að fjalla um tilraunaverkefnið um um sumaropnun leikskólanna, en næsta sumar verða sex leikskólar opnir í allt sumar og foreldrar um 100 barna á þeim leikskólum hafa ákveðið að nýta sér sveigjanleikann auk þess sem foreldrar um 30-40 barna í öðrum skólum munu flytja börn sín í opnu skólanna. Nýtingin á úrræðinu fyrir foreldrana í opnu skólunum er því um 20% sem er umtalsvert, ekki síst í ljósi þess að það þurfti að sækja um fyrir byrjun apríl. Reynslan af verkefninu verður notuð eftir sumarið til að móta það hvernig við höfum þetta í framtíðinni.

https://www.visir.is/g/2019190419390

Kjörnum fulltrúum er boðið að setja fundi dótturfélaga OR. Þau eru Orka náttúrunnar, Veitur og Gagnaveitan. Ég mætti því höfuðstöðvar OR á þriðjudagsmorgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur og fylgdist með.

Síðar á þriðjudag hlotnaðist mér sá heiður að flytja ávarp og lokaathöfn Reykjavíkurskákmótsins – Reykjavík Open. Ég rifjaði þar upp sögu af lítilli skáktölvu sem ég fékk þegar ég var í kringum um 10 ára og hvernig hún reyndi eitt sinn að bæta stöðu sína með því að hrókera í miðju hróks-og-peðs-endatafli.

Hér er annars mynd af mér ásamt sigurvegara mótsins, Constantin Lupulescu.

Á miðvikudaginn skellti ég mér aftur á yfirlitssýningu með verkum Eyborgar Guðmundsdóttur sem er á Kjarvalssstöðum.

Annars er ég staddur í Póllandi um þessar mundir og verð næstu viku. Tilgangurinn er að heimsækja ömmu mína sem heldur upp á 85 ára afmælið sitt og hlaupa maraþon í Kraká.

Leave a Reply

Your email address will not be published.