Dagbók ESB – brandarinn útskýrður

Flestir sem lásu grein mína, Dagbók ESB, í Fréttablaðinu seinasta föstudag hafa eflaust áttað sig á því að um skáldskap væri að ræða. Lækvíglínan lá auðvitað eftir þekktum kennileitum: Evrópusinnum þótti hún fremur hnyttin. Öðrum kannski minna.

Reyndar gríp sumt þarna sem ég segi ekki algerlega úr lausu lofti. Ég fór nýlega í heimsókn til Brussel, (full disclosure: í boði ESB) og fékk að tala við embættismenn sambandsins, um ýmis mál, þar á meðal hvernig umsókn Íslands að ESB hafi komið þeim fyrir sjónir. Dagbókin reynir að grípa það sem mér fannst fólk segja. Sumt af því alla vega.

Hve margar utanríkisstefnur?

Samskipti ríkja eru samskipti ríkja en ekki samskipti flokka eða stjórnmálamana. Og ríki eru vön að ríki hafi eina utarnríkisstefnu en ekki tvær, þrjár eða fimm. Þess vegna þykir mönnum það t.d. undarlegt þegar sama ríkið

  1. sækir um aðild að klúbbi (http://www.althingi.is/altext/137/s/0283.html) og
  2. veltir því fyrir sér hvers konar klúbbur þetta eiginlega sé sem það hefur sótt um aðild að (http://www.dv.is/frettir/2010/9/14/olafur-ragnar-um-esb-hverskonar-klubbur-er-thetta-eiginlega/).

Fyrir öðrum ríkjum er ekkert sem heitir utanríkisstefna forseta og utanríkisstefna ríkisstjórnar. Bara utanríkisstefna Íslands. Og séu báðar yfirlýsingarnar lesnar veltir fólk því óneitanlega fyrir sér hver hún eiginlega sé.

Fáum við sérdíl?

Ég verð þó að taka það fram að margt við ESB-aðildarviðræðurnar, sem vekur mann til umhugsunar og kemur reyndar fram í þessari “feikdagbók” sem ég birti. Ég til dæmis get ekki skilið mín óformlegu spjöll við evrókrata í byrjun nóvember, með þeim hætti að “ekkert mál” yrði að landa aðildarsamningi sem væri sneisafullur af sérlausnum fyrir Ísland. Það eru alltaf ríki að banka á hurðina og það væri mikill styrkur fyrir ESB að geta sagt  við Albaníu, Makedóníu eða Kósovó: “Ekki halda að þið sleppið við neitt. Jafnvel Ísland fékk engan sérdíl.”

Það eitt og sér þýðir auðvitað ekki að það sé ekki hægt að reyna að ná sérlausnum, sem til dæmis tryggðu hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum. Það er raunar þess virði að reyna, því með slíkum sérlausnum gæti aðild að ESB orðið Íslendingum ansi hagstæð. En þær tilraunir eru ólíklega að fara að eiga sér stað á vakt samsteypustjórnar tveggja flokka sem eru báðir á móti ESB aðild. Ef maður á að vera algerlega, algerlega raunsær.

Leave a Reply

Your email address will not be published.