Frístundaheimili eru ómönnuð vegna húsnæðisskorts

Höf: Salvor

Innflytjendur fá reglulega fyrirspurnir frá fólki sem vill gerast innflytjendur. Á samfélagsmiðlum má sjá fyrirspurnir á borð við þessa:

Hæ erum ungt par, langar að flytja til Íslands, hvernig er að fá vinnu?“

Algengt svar nú um stundir er: „Ef þið kunnið eitthvað í ensku fáið þið vinnu á korteri. En þið getið gleymt því að fá húsnæði.

Ég heyrði brandara sem gengur í þessum hóp.

„Af hverju var verið að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn?“

Svar: „Seinasta lausa leiguíbúðin gekk út.“

Það er ágætt að átta sig á þessu. Það er ólíklegt að nokkur hundruð lausar hendur finnist skyndilega meðal vinnuaflsins til að vinna á frístundaheimilum (eða í leikskólum). Það er nefnilega næga vinnu að fá og lágt launuð hlutastörf eru ekki efst á óskalistanum. Líklegast mum ástandið eitthvað lagast þegar fólk sumarstörfum leitar annað, en vandamálið hverfur ekki í bráð.

Ég segist ekki hafa lausnina, það tekur tíma að byggja hús. En það er löng hefð fyrir því að innflytjendur vinni í frístundaheimilum eða í leikskólum og læri tungumálið í gegnum gegnum samskipti við börn og samstarfsfólk. Og það er til fólk í öðrum löndum sem gæti tekið að sér mörg þessara starfa, en það bara finnur, sem stendur, ekki húsnæði til að búa í.

Skildu eftir svar