Ólæs með mislinga – en hamingjusamlega laus undan viðjum hagvaxtar!

Nýkjörinn varaformaður VG vill „umbylta íslensku samfélagi frá þeirri vaxtar- og gróðahyggju sem einkennt hefur það“.

Síðan vill varaformaðurinn, Edward Huijbens, fara að horfa á fjölbreyttari gildi lífsins en hið efnislega og peningalega.

Þetta hljómar allt skáldlega og gáfulega en stenst ekki skoðun. Engan vegin.

Tilgátan er væntanlega sú að ef við myndum hætta þessum bölvaða hagvexti þá gætum við ræktað annað betur. En nákvæmleg ekkert styður við þá hugmynd að hægt sé að ná fram einhverjum gildum hraðar eða betur ef við hægjum á hagvexti.

Hver sem er getur farið á GapMinder.com, stillt GDP/mann, eða einhvern annan „peningalegan“ mælikvarða á x-ásinn og einhvern „ópeningalegan“ á y-ásinn.

Hvað segiði… sleppum þessum hagvexti… lifum bara lengur!

Nú… augljós jákvæð fylgni?

Ókei… En hvað með að við sleppum að pæla í þessum peningum… vondu peningum… og einbeitum okkur bara að því að bæta menntun?

Hmm…. mjög bersýnilega augljós tengsl líka?

En hvað ef við bara tökum saman þessa helstu velferðarmælikvarða, heilsu, langlífi og menntun saman í einn mælikvarða? Bíddu, hann er til og heitir  Human Development Index.

Ó… semsagt fullkomin tengsl.

Þetta er ekki „annaðhvort-eða“. Þetta er alltaf „bæði-og“.

Stundum finnst fólki að við hljótum að fara að toppa í lífsgæðum. En það er ekkert lögmál. Við höfum það augljóslega talsvert betra en ömmur okkar og afar. En þau gátu sagt það sama. Árið 1917 voru lífslíkur í Bretlandi 54 ár. En höfðu þá hækkað um 14 ár á einni öld!

Ef stjórnmálamenn 1917 hefðu komið fram með þá hugmynd að nú ætti bara fara að slaka á í þessum hagvexti og hrint henni í framkvæmd sætum við uppi með heim sem börn dæju oftar, fólk lifði skemur, færri kynnu að lesa og fleiri færu svangir að sofa.

Værum við þeim þakklát?

Höfundur er þingmaður Viðreisnar

Act on the production, sale, and handling of cannabis products

The following is an unofficial translation of Cannabis Regulation bill as proposed by me, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Gunnar Hrafn Jónsson and Jón Þór Ólafsson. The original can be found here:

https://www.althingi.is/altext/147/s/0024.html

Act on the production, sale, and handling of cannabis products

Art. 1
Aim of the Act

The aim of this act is to reduce harm inflicted by cannabis, increase public health, reduce addiction related crimes, the abolishment of punishment for certain mind altering substances, increase safety and protection of the rights of users, the protection of children and youth and collection of revenue for the Treasury.

Art. 2
Definitions

Cannabis in this Act is defined as any product which contains Tetrahydrocannabinol (THC), including marijuana, hash and cannabis oil.

Art. 3
Production

Anyone who has reached 20 years of age may grow and produce cannabis for their personal use.

The Minister issues permits for the growth and production of cannabis products for general consumption. Only those who have reached the age of 20 may work in the production of cannabis products.

The Minister may issue a Regulation which stipulates further rules regarding the production of cannabis products in a regulation.

Art. 4
Age limits

It is not permitted to sell or give cannabis products to an individual who has not reached 20 years of age.

Cannabis in the possession of those who have not reached 20 years of age may be seized.

Art. 5
Sale

It is permitted to operate stores with cannabis products and products related to their consumption and manufacturing. Municipalities issue permits for the operation of stores in line with the first sentence of this article. Those who serve cannabis in such stores shall have reached 20 years of age. The Minister may enact further rules on the operation of such stores. Municipalities may stipulate additional conditions related to opening hours, the availability of other products and the proximity of the stores to other services. Consumption of cannabis is prohibited in stores operating under the conditions of this article.

Art. 6
Catering

The operation of cannabis restaurants is permitted. Licensing of such operations is governed by Class II of Article 4, Paragraph 3 of the Act on Restaurants, Accommodation, and Entertainments, no. 85/2007. Municipalities may stipulate additional conditions on opening hours and the proximity of the restaurants to other services. Cannabis sold in restaurants operating according to this Article is intended for consumption on site. A licence for distribution of alcohol in cannabis restaurants is prohibited.

Art. 7
Labeling

All cannabis products, whether sold in retail facilities or restaurants, shall contain information about the products’s THC proportion. Cannabis products, sold in retail facilities shall have plane gray packaging, labeled with black text on a white background, providing the name of the manufacturer, the name of the product, and the product type, detailed description of contents, and warning about the health hazards of cannabis consumption.

The Minister may enact further rules for the implementation of this Article.

Art. 8
Advertisements

Advertising of cannabis products is prohibited. Same applies to instruments and raw materials intended for the consumption and production of cannabis products. Encouraging cannabis consumption in advertisement is prohibited.

Art. 9
Cannabis fee

A special fee shall be paid to the Treasury for all cannabis products produced in Iceland or imported into the country.

The amount shall be ISK 2,000 per gram of THC.

In other respects the same law shall apply to the collection of cannabis fee as for the collection of alcohol fees, in accordance with the Act on Alcohol and Tobacco Fees, no. 96/1996.

The Minister may enact further rules on the collection of a cannabis fee.

Art. 10
Sanctions

Violation of Art. 3 is subject to fines.

Violation of Art. 4 – 6 is subject to fines and suspension of operating license.

Violation of Art. 7 is subject to fines.

Violation of Art. 8 is subject to fines.

Violation of Art 9 is subject to fines.

Art. 11
Enter into force

This Act shall enter into force on 1 July 2018.

Art. 12

Upon entry into force of this Act, the Act on drugs and narcotic substances, no. 65/1974, will be amended in the following manner: The words “Cannabis (Kannabis, Marihuana, Hass)” and the words “Cannabis harpix” in Art. 6 will be omitted.

Vá, takk fyrir að fjölga leigubílunum um 20!

CC-BY-SA 2.0: Adrian Nier

Venjulegur frjáls markaður ætti að virka svona:
1) Það vantar bíla til að skutla fólki.
2) Þeir sem vinna við að skutla fólki hækka verð.
3) Það fer að borga sig að skutla fólki.
4) Fleiri skutla fólki.

En þar sem þessi markaður er ekki frjáls virkar þetta í raun svona:
1) Fólk kvartar undan því að það sé erfitt að fá leigubíl.
2) Ekkert gerist.

Á frjálsum markaði ráðast hlutir því að framboði og eftirspurn. Á heftum markaði ráðast hlutir af því sem einhver ráðherra vill. Fyrr í sumar sagðist Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætla að hækka fjölda leyfa úr 560 upp í 650. En eftir “samningaviðræður við hagsmunaaðila” var ákveðið að hækka um aðeins 20 leyfi. Framboð og eftirspurn tókust á. Og framboðið rústaði slagnum.

Auðvitað á það ekki að vera þannig að ráðherra hlustar á tuð á báða bóga og ákveður svo fjöldann. Markaðurinn á bara að ráða fjöldanum. Líklega mun evrópsk löggjöf neyða okkur til að hafa það þannig á endanum. En við getum alveg, endrum og eins, sýnt smá frjálsræði án þess að útlönd neyði okkur til þess.

Illa tímasett fertugsafmæli

CC-BY-SA 2.0: Omer Wazlr

Áður óbirt – skrifað 2014 

Ég myndi ekki áfellast Sigmund Davíð fyrir að hafa tekið sér frí frá vinnu á stórafmæli konu sinnar. Okkur hinum ætti það án efa  miður og asnalegt ef Sigmundur Davíð myndi gera athugasemdir við það að við tækjum okkur í einn til tvo daga til að halda upp á stórafmæli maka okkar. Þannig að þótt Sigmundur skreppi til útlanda til að rækta samband sitt við manneskju sem gengið hefur með afkvæmi hans og gefið honum knús þegar Steingrímur J. er leiðinlegur við hann finnst mér það allt í lagi. Ég ætla hvorki að kjósa hann frekar né síður út af þessu.

Mér er það ekki sérstaktkappsmál að þeir einir veljist til þingmennsku sem sætti sig við að eiga ömurlegt fjölskyldulíf. Jón Gnarr kvartar undan því nýrri bók sinni að þá sjaldan sem hann tók sér leyfi hafi andstæðingar hans gera mál úr því með herferðum á borð við “Leitin að borgarstjóra.” Það er því vissulega talsverð hefð fyrir því að hæðast að leti  ef þeir taka sér stutt frí en ég held að það sé ekki góð hefð.

Stjórnmálamenn vinna hvorki stuttan né auðveldan vinnudag. Forsætisráðherrar vinna örugglega meira en meðalstjórnmálamaður. Og ef þeir menn taka sér frí, þótt stutt sé þá kemur það í fréttum. Eflaust má segja að menn viti að hverju þeir gangi þegar þeir velja sér þennan starfsframa. En ég er ekki viss um að það þurfi að að vera eitthvað lögmál. Mér er það ekkert kappsmál að forsætisráðherra eigi sér ömurlegt fjölskyldulíf.

Skaðaminnkun með lögleiðingu kannabis

Á undanförnum árum hafa mörg ríki og landsvæði horfið frá bannstefnunni þegar kemur að kannabis. Má þar nefnda Úrúgvæ, Kanada og nokkur fylki Bandaríkjanna.

Stuðningsmenn breytinganna innihalda fólk á borð við Barrack Obama og Kofi Annan. Global Commission on Drug Policy hefur sagt að stríðið gegn eiturlyfjum hafi tapast og að það sé kominn tími fyrir alvöru skaðaminnkun, sem byggist á vísindalegri nálgun.

Hin harða vímuefnastefna hefur ekki haft þau forvarnaráhrif sem menn hafa vonast eftir en skapað þess í stað gríðarlegt öryggisvandamál. Fangelsi heimsins eru full af fólki sem ýmist framleiðir dóp, dreifir því, selur eða neytir. Enn fleiri komast í kast við lögin án þess að lenda í fangelsi, eru kannski handteknir eða sektaðir. Á Íslandi eru þetta yfir 1000 manns á ári.

Afglæpavæðing, án reglusetningar yrði framfaraskref. En ef framleiðsla og sala verða áfram ólögleg þá missum við tækifæri til að gera einmitt það sem máli skiptir: hafa eftirlit með framleiðslu, stýra aðgengi, vernda börn og ungmenni og skattleggja neysluna.

***

Ég hef lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð.

Ég er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem er að byggt á handbókinni „How to Regulate Cannabis: A Practical Guide“ á vegum Transform hugveitunnar.

Með mér á frumvarpinu er Sigrún Inibjörg frá Viðreisn ásamt tveimur þingmönnum Pírata, Gunnari Hrafni Jónssyni og Jóni Þóri Ólafssyni.

Meginpunktar frumvarpsins

 • Framleiðsla, sala og neysla leyfð.
 • Aldursmörk verða 20 ár.
 • Smásala heimil í sérstökum verslunum.
 • Veitingasala heimil í sérstökum kannabisveitingastöðum, sem t.d. mega ekki selja áfengi
 • Efnið selt í gráum umbúðum með einfaldri áletrun þar sem kemur fram nafn framleiðanda og vöruheiti og tegund vöru, nánari innihaldslýsing og viðvörun um skaðsemi
 • Algert auglýsingabann.
 • Kannabisgjald, áþekkt áfengisgjaldi. Upphæðin verður 2000kr. á hvert  gram af virka efninu THC. (Ef THC styrkleikinn er 15% þýðir það 300 kr. gjald á gramm).

***

Í ljósi liðinna atburða er líklegt að sú ásökun komi fram að um sé að ræða  einhvers konar upphlaup, tilraun til að dreifa athygli frá öðrum málum. Í því ljósi langar mig bara að skýra frá því að frumvarpið hefur verið í vinnslu frá desember síðastliðnum. Beðið var með framlagningu í vor og það unnið yfir sumartímann þar sem fólk úr Ungliðahreyfingu Viðreisnar kom meðal annars að.

Það stóð því alltaf til að leggja málið fram í þessari viku, að lokinni fyrstu umræðu um fjárlög. Þingflokkur Viðreisnar féllst á að veita því brautargengi svo það kæmist á dagskrá.

Ef ekkert hefði gerst hefði það því verið rætt í þingsal á þessu hausti og farið til umsagnar. Það gekk því miður ekki eftir, út af öðrum, þekktum ástæðum. En ég vona þó að frumvarpið brjóti ísinn, hefji umræðuna og verði til þess að við munum einhvern daginn hætta að refsa fólki fyrir að neyta þessara tilteknu efna.

Ísland tækifæranna: Ríkisborgararéttur

Flestir þeirra sem fá íslenskan ríkisborgararétt fá hann í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ef menn uppfylla ekki þessi skilyrði, geta þeir sent inn umsókn til Alþingis sem getur tekið (geðþótta)ákvörðum um að fallast á beiðninni eða ekki.

Það má segja ýmislegt um þessa venju en hún er ekki einstök. Mörg ríki hafa einhvers konar bakdyraleið í boði sem er þá ekki endilega fordæmisgefandi.

Ég skal leggja það beint á borðið að ég er ekki sammála þeim sem telja að taka eigi út þessa bakdyraleið. Lögin geta ekki gripið allt. En það er hægt að láta þau grípa meira, og sumt af þeim skilyrðum sem sett eru ýmist óþörf eða óþarflega ströng.

Í fyrsta lagi er gerð krafa um 7 ára dvöl. Það er að sjálfsögðu ekki ólíðandi langur tími en það yrði að mínu mati okkur algerlega að meinalausu að stytta þennan tíma niður í fimm ár.

Krafan um framfærslu er, að mínu mati óþörf, og ein algeng ástæða fyrir neitun. Þar sem öll dvalarleyfin gera sérstaka kröfu um framfærslu eru viðbótarskilyrði um þetta óþarfa skriffinnska. Hafi menn getað framfleytt sér á Íslandi í 7 ár er líklegt að þeir geti það áfram.

Þá er krafan um að mega ekki hafa fengið neinar félagslegar bætur frá sveitarfélagi seinustu þrjú ár of stíf. Fólk getur lent í tímabundnum vandræðum. Að sama skapi ætti að fella burt kröfu um gjaldþrot, árangurslaust fjárnám.

Þá eru gerðar kröfur um meðmæli frá tveimur valinkunnum Íslendingum. Það er vart hægt að sjá hvaða gagn þetta geri, annað en að láta fólk tikka við eitthvað box. Lítils væri saknað ef þetta félli burt (nema gleðin sem valinkunna fólkið fær við að skrifa slík meðmæli sem ég kannast við).

Þá ætti að að slaka á kröfum um að menn hafi ekki sætt sektum til að fá ríkisborgararétt. Hafi fólk greitt sekt að fullu á ekki að þurfa láta það taka út refsingu með öðrum hætti. Stór hluti af tíma Alþingis í þessum málum fer í að afgreiða umsóknir manna sem hafa brotið umferðarlög tvisvar. Þar sem reynslan sýnir að þingið er jafnan fyrirgefandi í þessum efnum ætti einfaldlega að fella þá framkvæmd í lög.

Samantekt um tillögur

 • Stytta biðtímann úr 7 árum í 5.
 • Slaka á kröfum um framfærslu
 • Falla frá kröfu um meðmælendur
 • Einungis fangelsisrefsingar tefji umsókn  – ekki sektir

Ísland tækifæranna: Heilbrigðisþjónusta

Innflytjendur frá EES-löndum geta komið til landsins með bláa evrópska sjúkrakortið sitt og fengið aðgang að sambærilegri heilsugæsluþjónustu og Íslendingar.

Aðrir útlendingar eru ekki jafnheppnir. Á Íslandi komast innflytjendur ekki inn í sjúkratryggingakerfið fyrr en eftir 6 mánaða dvöl. Fyrstu sex mánuðina þurfa menn að kaupa sér einkatryggingu. Þær tryggingar sem í boði eru koma með sjálfsábyrgð og eru ekki jafnviðamiklar og þær opinberu tryggingar sem aðrir búa við.

Mér sýnist Ísland aftur standa síst að vígi í norrænum samanburðu hvað varðar réttindi innflytjenda. Í Danmörku og Svíþjóð eru allir sem eru löglega skráðir með búsetu með tryggingu frá fyrsta degi. Í Noregi og Finnlandi er ekki gengið jafnlangt er þar er þó frekar miðað við áformaða dvöl, þ.e.a.s. þeir sem hyggjast búa í ár eða lengur og eru með þannig dvalarleyfi eru heilbrigðistryggðir frá upphafi.

Auðvitað kostar þetta. En við verður líka að sjá þetta frá því sjónarhorni að erum að reyna að fá fólk. Mörg lönd hafa komið sér upp kerfum þar sem sem auðvelda sérfræðingum í eftirsóttum starfsgreinum til að koma til landsins. Þeir sem það gera,  flytja búferlum, og taka fjölskyldur sínar með, vilja auðvitað að öll fjölskyldan njóti fullnægjandi heilbrigðistryggingar frá fyrsta degi.

Ísland tækifæranna: Ótímabundið dvalarleyfi

Bandaríska „græna kortið“ er dæmi um ótímabundið dvalarleyfi.

Stór hluti innflytjenda. EES-borgarar, hefur í reynd rétt til að dvelja á Íslandi ótímabundið. En staða hinna er í raun miklu veikari en hún var fyrir tuttugu árum.

Búið er að lengja biðtíma eftir ótímabundnu dvalarleyfi úr þremur í fjögur.

Þá veita ekki öll dvalarleyfi rétt til að fá ótímabundið dvalarleyfi. Staðan í dag er þessi:

Þessi leyfi telja inn í búseturétt:

 • Dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar
 • Dvalarleyfi vegna skorts á starfsfólki
 • Dvalarleyfi fyrir íþróttafólk
 • Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar
 • Dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða
 • Dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið

Þessi gera það stundum:

 • Dvalarleyfi vegna náms (ef menn klára framhaldsnám og fá vinnu sem sérfræðingar)
 • Dvalarleyfi fyrir sjálfboðaliða og trúboða (fyrir skráð trúfélög)

Þessi gera það ekki:

 • Dvalarleyfi vegna samninga Íslands við erlend ríki
 • Dvalarleyfi fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings
 • Dvalarleyfi vegna vistráðningar
 • Dvalarleyfi fyrir hugsanlegt fórnarlamb mansals
 • Dvalarleyfi fyrir fórnarlamb mansals
 • Dvalarleyfi vegna sérstaks og lögmæts tilgangs
 • Bráðabirgðarleyfi

Best væri að við myndum fara til ástandsins eins og það var einu sinni: Að öll lögleg dvöl teldi til ótímabundins dvalarleyfis. Ef við nauðsynlega viljum takmarka réttinn við eitthvað ætti það takmarkast við au-pair leyfin og útsenda starfsmenn.

Þá yrði það algerlega að skaðlausu að stytta biðtímann úr fjórum árum í þrjú. Það myndi líka minnka skriffinnsku og álag á Útlendingastofnun.

Þá ætti að slaka á framfærsluviðmiðum dvalarleyfa. Framfærsluviðmiðin eru hugsuð til að innflytjandinn geti framfleytt sér sjálfur, en í einhverjum tilfellum (t.d. í tilfelli námsmanna) eru þau líklegast of há og auk þess hefur maður heyrt að stíf túlkun þeirra leiðir til þess að fólk með ekkert vesen lendir í vandræðum ef það verður tekjulítið yfir einhvern smá tíma.

Samantekt yfir tillögur

 • Öll lögleg dvöl telji inn í ótímabundið dvalarleyfi
 • Biðtími styttur úr fjórum árum í þrjú
 • Endurskoða kröfur um framfærsluviðmið

Ísland tækifæranna: Vernd gegn mismunun

Á Íslandi er engin löggjöf um bann við mismunum á grundvelli, þjóðernis, kynþáttar, trúar eða þjóðernisuppruna. Ísland sker sig úr meðal Evrópuríkja hvað þetta varða, og ekki á jákvæðan hátt.

Vissulega höfum við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar og erum aðilar að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, sem sumir hafa verið lögfestir, en við höfum enga löggjöf, svipaðra jafnréttislögum þegar kemur að þeirri mismunun sem innflytjendur eru líklegastir til að lenda í.

Á seinasta þingi lagði Þorsteinn Víglundsson fram tvö frumvörp sem hefðu lagað stöðuna. Það voru:

Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði

Líkt og gildir um allar tillögur sem snúast um mannréttindi má finna fólk sem telur að tillögurnar gætu gengið mun lengra og svo eru þeir eflaust til sem gráta þurrum tárum yfir þeirri staðreynd að  þær hafi dagað uppi.

Mín skoðun væri að það væri gott að fá þessar tilögur inn, sem alla vega fyrsta skref. Vonandi tekst það á næsta þingi.

 

Nei, það verður ekki frítt að fljúga

Ég fíla lággjaldaflugfélög. Það er þeim að þakka að flugmiðar eru svipað dýrir í krónum talið og þeir voru fyrir 30 árum. Þá ferðaðist maður einu sinni á ári, fékk máltíð, tók með sér tvær töskur, fékk frítt Morgunblað og leið eins og smákóngi í nokkra tíma. Enda borgaði maður líka fyrir það.

Svo komu lággjaldaflugfélögin og maður fór að ferðast eins og í rútu með vængi en borgaði líka eins og fyrir rútu með vængi. Og allt þetta er bara fínt. Mér finnst heiðarlegt að þeir sem þurfi tvær töskur borgi meira ein þeir sem þurfi enga og að þeir sem drekki engan bjór borgi ekki bjórinn fyrir þá stúta fjórum á fluglegg.

Einu sinni kom SouthWest og gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum. Svo kom Ryanair og hermdi eftir SouthWest í Evrópu. Svo herma öll þessi félög hvert eftir öðru.

Lykillinn að því að reka lággjaldaflugfélag er að bjóða ódýr flug (augljóslega) ásamt því að troða sér í fjölmiðla með yfirlýsingum sem leggja áherslu á að hve ódýr maður er.

Michael O’Leary hjá Ryanair er snillingur í þessu.

„Ryanair ætlar að rukka fyrir klósettin.“
„Ryanair ætlar að láta fólk standa.“

Það skipti engu máli hvort Ryanair hugðist eða gat gert þetta. Þetta festi ímyndina um flugfélagið sem fór ótroðnar slóðir til að lækka verð. Þetta var fín ókeypis auglýsing.

Eitt af því sem maður heyrir reglulega frá lággjaldaflugfélögum er fullyrðingin: „Í framtíðinni verður ókeypis að fljúga.“ Einhver annar muni borga flugið. Hóteleigandinn á Alicante mun borga flugið. Ferðamaðurinn sem kaupir sér vatn og sígarettur mun borga fyrir flugið.

Með fullri virðingu, þá hef ég enga trú á að það verði ókeypis að fljúga. Ef markaðurinn er heilbrigður þá verður vonandi mjög ódýrt að fljúga og það er ekki útilokað að menn gefi sum sæti í kynningarskyni.

En ef markaðurinn verður heilbrigður og einvher reynir að reka flugfélag með því að rukka nógu mikið fyrir valkvæða viðbótarþjónustu þá fer valkvæða viðbótarþjónustan að verða ansi dýr. Og þá hættir fólk að velja hana, sleppir handfarangri, smyr nesti. Og flugfélagið fer að tapa. Til lengdar getur engin rekið fyrirtæki með því að gefa hluti.

Þannig að gleðjumst yfir uppgangi lággjaldaflugfélaga. Gleðjumst yfir samkeppninni. En það verður ekki ókeypis að fljúga. Þeir sem halda hinu fram eru bara að leita að ókeypis auglýsingu.