Rétta svarið varðandi síma í skólastofum

 

CC-BY-SA 2.0: Bill Rogers


Tvær hugmyndir að reglum sem heyrast oft:

Regla 1: Nemendur eiga ekki að vera með síma í skólanum.

Regla 2: Kennarar eiga ekki að taka vinnuna með heim.

Nú vill svo til að báðar þessar hugmyndir eru keimlíkar hugmyndum að reglum sem koma iðulega upp í tækni- og nýsköpunargeiranum, nefnilega:

Regla 1: Það á að banna síma á fundum.

Regla 2: Fólk á ekki að vinna heiman frá sér.

Fólk er ólíkt. Teymi eru ólík. Hjá sumum teymum er símamisnotkun ekkert vandamál og þá þarf ekki að setja neina reglur. Hjá sumum teymum vinnur fólk að heiman án vandræða.

Fólk er ólík. Teymi eru ólík. En eitt á fólk oftast sameinilegt: því líkar ekkert sérlega vel við reglur sem settar eru að ofan, án nokkurs samráðs við það sjálft.

Og því lengra frá sem ákvörðunin er tekin, því minni sátt verður um hana.

Ef fimm starfsmenn einnar deildar ákveða í sameiningu að vera mættir kl. 8:15 eru þeir líklega sáttari við þá ákvörðun en ef sama skipun hefði komið með tölvupósti frá erlendum forstjóra móðurfyrirtækisins.

Skólakerfið er ekkert ólíkt. Þannig þarf ekki að vera eitt miðlægt svar við spurningum um símanotkun nemenda eða hvar kennarar eigi að undirbúa næsta kennsludag. Stundum getur rétta svarið verið eins og fólk: ólíkt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.