Klappað fyrir Reagan

Norðurkóreskar klappstýrur mættu á íshokkíleik Tékklands og Suður-Kóreu. Suðurkóreska karlaliðið er að hluta skipað leikmönnum fæddum í Norður-Ameríku. Einn þeirra er hinn þrítugi Eric Regan. Þarna voru þær sem sagt mættar, klappstýrur eins seinasta alþýðulýðveldis heims, að klappa fyrir “heimsvaldasinnum og málaliðum”.

Eric Regan

Almennt ættu svona myndi að fylla mann bjartsýni. Langflest samskipti eru af hinu góða. Því miður er samt varla hægt að segja að klappliðið, og almenn þátttaka Norður-Kóreu í ólympíuleikunum sé til merkis um einhverja sérstaka þíðu þar á bæ. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan að umrætt ríki skilaði háskólanema til síns heima í dauðadái fyrir þann meinta stórglæp að stela veggspjaldi. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan útsendarar þessa ríkis myrtu eigin borgar með köldu blóði um hábjartan dag á einum stærsta flugvelli heims.

Sagan hefur því miður sýnt að oftast þegar Norður-Kóresk stórnvöld eru til friðs þá er það vegna þess að einhver er að borga þeim fyrir það. Þannig var það á árunum í kringum aldamótin þegar hin svokallaða sólskinsstefna var við lýði. Ég var í Suður-Kóreu árið 2000 og það var nokkuð ljóst að bjartsýnin varð töluverð. Því miður urðu endalok þess ævintýris á þá leið að norðrið sprengdi kjarnorkusprengju.

Líklegast er sama uppi á teningnum núna. Suður-Kórea borgar þannig fyrir norðurkóresku klappstýrurnar. Suður-Kórea sættir sig við að þeir norðurkóresku borgarar sem dvelja í landinu séu undir stöðugu eftirlit erlends ríkisvalds og passað er þeir segi ekkert og fari ekkert. Þeir eru að kaupa sér tímabundinn frið.

Margt af þessu ber vott um kaldrifjaða pragmatík suðursins og það má alveg taka ofan fyrir þeim fyrir það. Auðvitað er skárra að horfa upp á her af einsleitum, samhæfðum klappstýrum að fagna manni sem heitir Regan frekar en á her af raunverulegum hermönnum að gera sig breiða landamærunum. En ég er bara ekki bjartsýnn á að hitt komi ekki aftur síðar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.