Landsbyggðin sem ríkisstjórninni er sama um

Umræðan um skattlagningu flugfarþega gefur stundum til kynna að farþegar í millilandaflugi séu helst af tvennum toga: Íslendingar á ferð til útlanda og erlendir ferðamenn á leið til Íslands. Hins vegar einn risahópur í viðbót: Íbúar Íslands sem eiga rætur að rekja til útlanda.

Þetta eru í dag um 30 þúsund manns. Bara Pólverjarnir eru fleiri en íbúar Norðurlands vestra og Vestfjarða samanlagt.

Fyrir þennan hóp eru flug til gömlu heimalandanna í raun eins og innanlandsflug. Hin frjálsi markaður hefur staðið sig ótrúlega vel þegar kemur að því að þjónusta þennan hóp. Nú er hægt að bók flug með Wizz Air til 5 borga í Pólland og einnig til Vilníusar, höfuðborgar Litháen. Þá flýgur Wow Air einnig til Varsjár.

Eins og sést  á skjáskotinu frá Dohop.com eru verðin á þessa staði oft mjög hagstæð, til dæmis er hægt að fara á 7 þúsund fram og til baka Gdańsk eða Poznań. Ríkisstjórnin vill skoða komu eða brottfarargjöld. Menn hafa nefnt 1500 kr. í því samhengi, 3000 báðar leiðir, Semsagt: hækka fargjaldið um 30-40% og hirða mismuninn.

Flugmiðinn mun pottþétt hækka og það sem verra er allt svona eykur líkurnar á því að viðkomandi flugleggir, sem þjóunstaðir eru á lággjaldaflugfélögum, leggist af. Það má spyrja sig hvort ríkisstjórnin myndi nálgast ferðalög annarra íbúa Íslands á sínar gömlu heimaslóðir með sama skeytingarleysi. Ég held ekki.

Skildu eftir svar