Ólæs með mislinga – en hamingjusamlega laus undan viðjum hagvaxtar!

Nýkjörinn varaformaður VG vill „umbylta íslensku samfélagi frá þeirri vaxtar- og gróðahyggju sem einkennt hefur það“.

Síðan vill varaformaðurinn, Edward Huijbens, fara að horfa á fjölbreyttari gildi lífsins en hið efnislega og peningalega.

Þetta hljómar allt skáldlega og gáfulega en stenst ekki skoðun. Engan vegin.

Tilgátan er væntanlega sú að ef við myndum hætta þessum bölvaða hagvexti þá gætum við ræktað annað betur. En nákvæmleg ekkert styður við þá hugmynd að hægt sé að ná fram einhverjum gildum hraðar eða betur ef við hægjum á hagvexti.

Hver sem er getur farið á GapMinder.com, stillt GDP/mann, eða einhvern annan „peningalegan“ mælikvarða á x-ásinn og einhvern „ópeningalegan“ á y-ásinn.

Hvað segiði… sleppum þessum hagvexti… lifum bara lengur!

Nú… augljós jákvæð fylgni?

Ókei… En hvað með að við sleppum að pæla í þessum peningum… vondu peningum… og einbeitum okkur bara að því að bæta menntun?

Hmm…. mjög bersýnilega augljós tengsl líka?

En hvað ef við bara tökum saman þessa helstu velferðarmælikvarða, heilsu, langlífi og menntun saman í einn mælikvarða? Bíddu, hann er til og heitir  Human Development Index.

Ó… semsagt fullkomin tengsl.

Þetta er ekki „annaðhvort-eða“. Þetta er alltaf „bæði-og“.

Stundum finnst fólki að við hljótum að fara að toppa í lífsgæðum. En það er ekkert lögmál. Við höfum það augljóslega talsvert betra en ömmur okkar og afar. En þau gátu sagt það sama. Árið 1917 voru lífslíkur í Bretlandi 54 ár. En höfðu þá hækkað um 14 ár á einni öld!

Ef stjórnmálamenn 1917 hefðu komið fram með þá hugmynd að nú ætti bara fara að slaka á í þessum hagvexti og hrint henni í framkvæmd sætum við uppi með heim sem börn dæju oftar, fólk lifði skemur, færri kynnu að lesa og fleiri færu svangir að sofa.

Værum við þeim þakklát?

Höfundur er þingmaður Viðreisnar

Skildu eftir svar