Vá, takk fyrir að fjölga leigubílunum um 20!

CC-BY-SA 2.0: Adrian Nier

Venjulegur frjáls markaður ætti að virka svona:
1) Það vantar bíla til að skutla fólki.
2) Þeir sem vinna við að skutla fólki hækka verð.
3) Það fer að borga sig að skutla fólki.
4) Fleiri skutla fólki.

En þar sem þessi markaður er ekki frjáls virkar þetta í raun svona:
1) Fólk kvartar undan því að það sé erfitt að fá leigubíl.
2) Ekkert gerist.

Á frjálsum markaði ráðast hlutir því að framboði og eftirspurn. Á heftum markaði ráðast hlutir af því sem einhver ráðherra vill. Fyrr í sumar sagðist Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætla að hækka fjölda leyfa úr 560 upp í 650. En eftir “samningaviðræður við hagsmunaaðila” var ákveðið að hækka um aðeins 20 leyfi. Framboð og eftirspurn tókust á. Og framboðið rústaði slagnum.

Auðvitað á það ekki að vera þannig að ráðherra hlustar á tuð á báða bóga og ákveður svo fjöldann. Markaðurinn á bara að ráða fjöldanum. Líklega mun evrópsk löggjöf neyða okkur til að hafa það þannig á endanum. En við getum alveg, endrum og eins, sýnt smá frjálsræði án þess að útlönd neyði okkur til þess.

Skildu eftir svar