Illa tímasett fertugsafmæli

CC-BY-SA 2.0: Omer Wazlr

Áður óbirt – skrifað 2014 

Ég myndi ekki áfellast Sigmund Davíð fyrir að hafa tekið sér frí frá vinnu á stórafmæli konu sinnar. Okkur hinum ætti það án efa  miður og asnalegt ef Sigmundur Davíð myndi gera athugasemdir við það að við tækjum okkur í einn til tvo daga til að halda upp á stórafmæli maka okkar. Þannig að þótt Sigmundur skreppi til útlanda til að rækta samband sitt við manneskju sem gengið hefur með afkvæmi hans og gefið honum knús þegar Steingrímur J. er leiðinlegur við hann finnst mér það allt í lagi. Ég ætla hvorki að kjósa hann frekar né síður út af þessu.

Mér er það ekki sérstaktkappsmál að þeir einir veljist til þingmennsku sem sætti sig við að eiga ömurlegt fjölskyldulíf. Jón Gnarr kvartar undan því nýrri bók sinni að þá sjaldan sem hann tók sér leyfi hafi andstæðingar hans gera mál úr því með herferðum á borð við “Leitin að borgarstjóra.” Það er því vissulega talsverð hefð fyrir því að hæðast að leti  ef þeir taka sér stutt frí en ég held að það sé ekki góð hefð.

Stjórnmálamenn vinna hvorki stuttan né auðveldan vinnudag. Forsætisráðherrar vinna örugglega meira en meðalstjórnmálamaður. Og ef þeir menn taka sér frí, þótt stutt sé þá kemur það í fréttum. Eflaust má segja að menn viti að hverju þeir gangi þegar þeir velja sér þennan starfsframa. En ég er ekki viss um að það þurfi að að vera eitthvað lögmál. Mér er það ekkert kappsmál að forsætisráðherra eigi sér ömurlegt fjölskyldulíf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.