Ísland tækifæranna: Pólitísk þátttaka

CC-BY-SA 3.0: Serenity

Við eigum ekki að hræðast pólitíska þátttöku innflytjenda. Ég myndir frekar hræðast hitt að fólk tæki EKKi þátt.

Kosningaréttur

Það er orðið nokkuð algengt að útlendingar megi kjósa í svæðiskosningum víða um heim. Slíkt þekkist á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og víðar.

Sjaldgæfara er hins vegar að erlendir ríkisborgarar geti kosið í kosningum á landsvísu. Slíkt einskorðast aðallega við ríki breska samveldisins sem veit borgurum hvort annars slíkan rétt í einhverjum tilfellum.

Á Íslandi geta útlendingar kosið til sveitarstjórna eftir 5 ár, nema Norðurlandabúar eftir 3 ár. Þetta er lengri biðtími en annars  staðar á Norðurlöndum, þar sem Norðurlandabúar (og ESB borgarar í ESB ríkjunum þremur) fá kosningarétt samstundis en aðrir þurfa að bíða í 3 ár.

Þingmenn Viðreisnar flutt frumvarp þess efnis á seinasta þingi að staðan yrði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Við vildum gefa EES borgurum réttinn strax en hinum, að þremur árum liðnum. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á seinasta þingi.

Þáttaka í stjórnmálaflokkum

Lög banna ekki útlendingum að skrá sig í stjórnmálaflokka, sem er gott. Hins vegar er flokkum bannað að taka við peningum frá útlendingum, líka þeim sem búa á Íslandi. Það er órökrétt takmörkun. Ef innflytjandi, búsettur á Íslandi, getur skráð sig í flokk ætti hann að geta greitt til hans félagsgjöld og stutt hann fjárhagslega.

Samráð

Stór hluti lagasetningarvinnu gengur út á það að kynna sér umsagnir. Sum hagsmunasamtök eru mjög dugleg að senda inn umsagnir. Dæmi slík samtök eru ASÍ eða Samband íslenskra sveitarfélaga, eða fleira. Þetta eru oft stofnanir með fasta starfsmenn, mikla þekkingu og mikinn slagkraft.

Ég held að það vanti stundum, meiri stofnanabrag, jafnvel fagmennsku, í hagsmunagæslu fyrir innflytjendur.  Tökum til dæmis lista yfir aðila sem sendu inn umsagnir við seinustu heildarendurskoðun útlendingalaga:

http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/?ltg=145&mnr=728

Á listanum eru ASÍ, Rauði krossinn, No Borders, Viðskiptaráð,  Útlendingastofnun og svo framvegis. Stofnanir sem tengjast málaflokknum, heildarhagsmunasamtök,  engin engin samtök sem tengjast innflytjendum beint. Það er í dag óhugsandi að sambærilegt myndi gerast varðandi lög sem sneru til dæmis að eða einhverri starfsstétt.

Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem stjórnvöld geta einfaldlega lagað sjálf. Ég held ekki, stundum verður frumkvæðið að koma frá þeim sem um ræðir. En ég held til dæmis að innflytjendaráð sem skipað er af ráðherra án atbeina þeirra sem um ræðir mun aldrei verða mjög öflugt.

Kannski er of bratt að bjóða öllum íbúum Íslands kosningarétt í þingkosningum óháð í ríkisfangi, þótt ég held að það gæti alveg gengið. En ég hef stundum hugsað hvort ekki mætti, samhliða þingkosningum að halda kosningar til ráðgefandi ráðs, og þar hefðu allir erlendir ríkisborgarar kosningarétt. Ég hef ekki hugsað þessa hugmynd til enda en fleygi henni samt fram hér.

Skildu eftir svar