Miklabrautin þurfti ekki vegg

Horft inn á Klambratún frá Miklubraut.

Stærsta umferðarvandamál Miklubrautar frá Snorrabraut til Kringlumýrarbrautar er ekki “flæðið” á akandi umferð. Stærsta umferðarvandamálið felst í því að gatan sker í sundur Hlíðarnar, með neikvæðum afleiðingum fyrir hverfið.

Barn sem býr á Barmahlíð þarf að fara yfir hraðbraut til að komast á Klambratúnið. Barn sem býr við Flókagötu þarf að  fara yfir Hraðbraut til að komast á Hlíðarenda.

Foreldrar vilja síður að börn fari yfir hraðbrautir svo börn gera það síður, eru keyrð eða fara bara ekki.

***

Framkvæmdirnar á Miklubraut pirra kannski einhverja ökumenn. En neikvæðu áhrifin á gangandi vegfarendur eru margfalt meiri. Tveimur gangbrautarljósum hefur verið lokað tímabundið og þau þriðju sett á einhvern pirrandi sífasa sem pirrar alla.

Með framkvæmdunum fáum við nýjan hjólastíg sem er vissulega ágætt. Við fáum líka fleiri akreinar, og þótt þær séu strætóreinar, þá er þetta allt bara til þess að auka umferðarmagnið í götunni.

***

Ég játa að ég veit ekki alveg til hvers þessi veggur, sem á að heita hljóðvörn, er. Ekki býr neinn á Klambratúni sem mun njóta góðs af honum. En hann lokar götuna hins vegar af.

Sá sem keyrir á þriggja akreina vegi með vegriði í miðjunni og vegg á hægri hlið finnst hann vera á hraðbraut. Ef hann sér enga gangandi vegfarendur, engin hús, engin börn, engin hjól, hvað gerir hann þá?

Hann gefur bara í.

 

2 thoughts on “Miklabrautin þurfti ekki vegg

  1. Það er löngu ljóst hvað þarf að gera þarna. Það þarf að setja Miklubrautina í stokk í gegnum Hlíðarnar.

Leave a Reply to Hilmar Þór Björnsson Cancel reply

Your email address will not be published.