Póstkassinn heima tilgangslaus

Þegar kemur að póstsendingum flokka ég hluti í tvö mengi:

  1. Hlutir sem ég myndi vilja fá senda heim
  2. Hlutir sem komast fyrir í póstkassann minn

Sniðmengi þessara tveggja mengja er tómt.

Nánast allt sem fæ sent heim gæti ég verið án, eða gæti fengið sent með rafrænum hætti. Þetta eru fríblöð, auglýsingar, staka yfirlit og tilkynningar. Allt þetta gæti tölvupóstur bjargað fræðilega séð. En allt þetta kemst fyrir póstkassann svo það kemur heim til mín.

En svo eru vissulega hluti sem ég myndi vilja fá senda heim. Til dæmis:

  • Matur
  • Raftæki
  • Húsgögn
  • Klósettpappír

Þessir hlutir eru hins  vegar of stórir til að komast fyrir í póstkassann svo pósturinn sendir þá ekki heim.

Vissulega er hægt að PANTA það að fá hluti senda heim en þá þarf maður að vera heima í fimm tíma allt kvöld og bíða rólegur… af því að það er ekki bara hægt að setja hluti í póstkassann, sjáiði til.

Með aukinni samkeppni á póstmarkaði kemur vonandi einhver og finnur frumlegri lausn á þessu vandamáli, því eins og stendur þá er verið að reka dýrt dreifikerfi fyrir hluti sem þarf ekki að dreifa og vonlaust dreifikerfi fyrir það sem hugsanlega væri gagn af að dreifa.

Leave a Reply

Your email address will not be published.