KKÍ hætti að mismuna

CC-BY 2.0. Höf: Klearchos Kapoutsis

Körfuknattleikssamband Íslands er með hámark á fjölda erlendra leikmanna á vellinum. Hámarkið er einn.

Þetta er augljóst brot á EES samningnum. Króati sem vill fá vinnu hjá íslensku körfuboltaliði verður að keppa um eina lausa sætið við Bandaríkjamenn og alla aðra. Íslendingur hefur miklu meiri séns á að komast í liðið. Það er augljóst brot á EES-samningnum.

Reyndar er gerð sú undantekning að þeir útlendingar sem hafa haft lögheimili á Íslandi í 3 ár falla teljast ekki undir þetta lengur. Einhverjum kann að hljóma eins og það geri þetta skárra en það gerir það það ekki.  Í fyrsta lagi er enginn að fara að koma til Íslandi til að spila ef hann þarf fyrst að bíða í 3 ár eftir að fá að gera það. Í öðru lagi er þessi búsetukrafa ekki gerð þegar Íslendingar eiga í hlut svo þetta er augljóst brot á EES-samningnum.

KKÍ má þetta vera ljóst og sambandið hlýtur að vita það. Enda er Eftirlitsstofnu EFTA búin að lýsa því yfir að þetta sé brot.

Nú er beðið viðbragða íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöld eiga að biðja KKÍ um að breyta reglum sínum. Gangi það ekki á að setja lög sem leggja bann við að sett séu hámörk á fjölda EES-borgara í keppnisleikjum. Raunar mætti ganga lengra mín vegna. Ég sé ekki af hverju það ættu að vera nokkur takmörk yfir höfuð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.