Væri áfengi leyft í dag?

Væri áfengi leyft í dag?

Þessi spurning er oft sett fram, gjarnan í skólastofu, í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar um skaðsemi áfengis.

Sá sem ber spurninguna upp er oftast að gera það til að fá fram „nei“. Að áfengi sé það skaðlegt að það væri galið að leyfa það í dag. Að líta megi á þá staðreynd að það sé enn leyft sem söguleg mistök.

Spurningin er alls ekkert úreld. Það er skammt síðan að þeir sem vildu svara henni neitandi urðu ofan á víða í Evrópu og Ameríku. Og langflestir eru enn sömu skoðunar þegar kemur að flestum öðrum vímugjöfum. Við skulum því reyna að svara henni. Mín skoðun er að það eigi ekki að banna áfengi.

Skorkort áfengis

Skoðum lauslega áhrif áfengisneyslu. Hófleg áfengisneysla hefur af sumum vera talin geta dregið úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki, gallsteinum og stundum heilabilum. En áfengisneysla, sérstaklega óhófleg veldur líka margs konar skaða frá skorpulifur til allskonar krabbameins.  Þetta eru langtímaáhrif.  Flestir neyta áfengis vegna skammtímaáhrifa. Einbeitum okkur að þeim.

Hver eru skammtíma-kostir áfengisneyslu? Og, jú, áður en fólk hneykslast á þessu orðalagi þá er augljóst að fólk á leið í partí fær sér áfengi vegna þess að það telur að því fylgi kostir. Reynum að telja upp einhverja:

[table caption=“Skammtímaáhrif áfengis“]
Kostir, Gallar
Fólk verður félagslyndara
Hlutir virðast fyndnari
Fólk syngur frekar
Fólk slappar af
Nýjar tilfinningar koma fram
[/table]

En skammtíma-gallarnir eru svo sannarlega til staðar. Reynum því að bæta þeim við töfluna.

[table caption=“Skammtímaáhrif áfengis“]
Kostir, Gallar
Fólk verður félagslyndara, Skert hreyfigeta
Hlutir virðast fyndnari, Skert dómgreind
Fólk syngur frekar, Aukin ofbeldishneigð
Fólk slappar af, Ógleði,
Nýjar tilfinningar koma fram, Skert starfsgeta daginn eftir
,Of stórir skammtar lífshættulegir
[/table]

Ef við skoðum nú þessa töflu í heilu lagi þá getum við vissulega komist að þeirri niðurstöðu að aukaáhrifin í hægridálkinum séu of slæm til vega upp á móti kostunum í þeim vinstri. Og ef við erum stjórnlynt fólk þá getum við komist að þeirri niðurstöðu að réttast væri að banna allt áfengi út af því.

Ef áfengi væri krabbameinslyf

En bíðum aðeins. Framkvæmum smá hugartilraun. Ímyndum okkur að hægri dálkurinn lýsi ekki aukaverkunum af áfengisneyslu heldur aukaverkunum af lyfi við áður ólæknandi krabbameini.

Flestir myndu auðvitað láta sig hafa krabbameinsmeðferð sem hefðu sömu skammtímaafleiðingar og áfengisneysla (enda eru flestar lyfjameðferðir í dag síst skárri). Síðan myndu lyfjaframleiðendur bara vinna að því að milda þessar neikvæðu aukaverkanir.

Niðurstaðan yrði ekki að banna slíkt lyf.

Fólk mun sækjast eftir stundaránægju

Sama hvort okkur líkar betur eða verr þá sækist fólk eftir þeim áhrifum  sem áfengi veitir. Og, það sem meira er, fólk mun halda áfram að sækjast eftir þeim.

Verkefnið ætti ekki að banna hluti sem fólk sækist eftir heldur að bæta þá. Ímyndum okkur til dæmis að einhverjum tækist að búa til „áfengi plús“, sem myndi ekki valda þynnku, ekki valda ofbeldishneigð, ekki drepa fólk úr ofneyslu og hægt væri að taka töflu í lok kvölds og keyra heim. Við værum þá komin með töflu sem liti svona út:

[table caption=“Áfengi plús?“]
Kostir, Gallar
Fólk verður félagslyndara, Skert hreyfigeta (móteitur til)
Hlutir virðast fyndnari, Skert dómgreind (móteitur til)
Fólk syngur frekar, Ógleði
Fólk slappar af,
Nýjar tilfinningar koma fram,
[/table]

Ímyndum okkur öll þau ofbeldisverk sem hægt væri að koma í veg fyrir, öll þau slys sem hægt væri að hindra ef einhverjum tækist að búa til slíkt, endurbætt áfengi. Talandi ekki um ef unnt væri hindra þau skaðlegu langtímaáhrif á heilsu sem vitað er um.

En því miður má ætla að þróun á slíku endurbættu áfengi myndi mæta andstöðu fagfólks og stjórmálamanna.

„Unglingar fara að drekka þetta“.

„Fólk mun ekki kunna sér neins hófs ef þynnkan verður ekki til staðar.“

„Stökkpallur í harðari efni.“

Allt yrði þetta sagt.

Skilum syndinni til miðaldanna

Stór hluti fólk virðist hafa þá afstöðu að það sé eitthvað rangt, jafnvel syndugt, við það að nota efnafræði til að breyta upplifun sinni af umheiminum. Þess vegna þarf að fara í stríð við rafretturnar… því nikótín er vímuefni og markmiðið er níkótínlaust samfélag. Eiturlyfjalaust samfélag. Áfengislaust samfélag.

Ég er ósammála. Markmiðið er samfélag sem virðir sjálfsákvörðunarrétt fólks, en leyfir tækninni að þróast til að fólk sem leitast eftir ákveðnum áhrifum geti fengið þau á sem skaðminnstan máta.

Skildu eftir svar