Óviðráðanlegar byggingarframkvæmdir í miðbænum

Stutt hjólasaga úr miðbænum. Á Hverfisgötu er verið að byggja eitthvað á Kexreitnum. Verslunar- og íbúðarhúsnæði, eftir því sem ég best veit. Gott mál.

Byggingarsvæðið dettur hins vegar inn á hjólastiginn, sem er því miður ekki einsdæmi á Hverfisgötunni um þessar mundir og eftirfarandi skilti mætir vegfarendum.

Nokkur atriði.  🙂

Það ofbýður máltilfinningu allra sem slíða hafa að tala um hefðbudnnar byggingarframkvæmdir sem „óviðráðanlegar orsakir“. Snjóflóð eru óviðráðanleg, svipleg andlát eru óviðráðanleg. Ofsaveður er óviðráðanlegt. Þetta er, for crying, ekki óviðráðanlegt!

Það kann að vera óhjákvæmanlegur fylgifiskur þess að við byggjum alveg upp við götuna, að gangstéttirnar lendi á byggingarsvæði. Ekkert mál. En er það það þá bara algerlega augljóst að afleiðingin eigi að vera lokun hjólastígsins og ganstéttarinnar?

Og horfum aðeins á þá leið sem yfirvöldin hafa boðið gangandi og hjólandi:

Þetta er eiginlega dálítiðfyndið. Í ljósi þess að:

  1. Gangstéttin hinum megin er opin.
  2. Hjól mega hjóla á götunni.

Gangandi og hjólandi þurfa því ekki þessar leiðbeiningar. Hjólafólkið fer á götuna. Gangandi fara yfir götuna (eða labba á götunni).

Ístað þess að beita óskiljanlegri „hjáleiðahugmyndafræði“ gangvart gangandi fólki hefðu yfirvöldin því mátt gera eftirfarandi:

  1. Setja upp bráðabirgða-ramp fyrir hjól svo hjólin kæmust upp og niður á stiginn beggja vegna framkvæmdanna.
  2. Teikna einhverjar línur á götuna svo bílstjórar myndu sérstaklega átta sig á því að þar gætu verið hjól.
  3. Teikna tímabundna gangstétt fyrir gangandi.
  4. Setja viðvörunarskilti fyrir akandi: „Framkvæmdir. Gangandi vegfarendur þvera götuna.“

Kannski ekki stórmál, en bara dæmi um hvernig á að hugsa um gangandi vegfarendur í tengslum við vegaframkvæmdir. Ef þeir valkostir sem gangandi og hjólandi er boðið upp á verða fáranlegir þá munu þeir ekki nýta sér þá.

Skildu eftir svar