Stórkostlegt evrópsk innanlandsflug

Þótt flestir Íslendingar búi á suðvesturhorninu eiga margir rætur að rekja til annarra landssvæða og eru góðar flugsamgöngur þeim því mikilvæg lífsgæði. Góðar flugsamgöngur gera þeim kleift að heimsækja ættingja á æskuslóðum, bregða sér hratt “heim” ef fjölskylduskyldur kalla, sinna erindum og eignum sem þau enn hafa í umsjá sinni eða einfaldlega fara í frí með börn sín og leyfa þeim að kynnast þessum parti af sjálfum sér.

Það hafa stórkostlegir hlutir verið að gerast í evrópsku innanlandsflugi að undanförnu. Nú fljúga til dæmis tvö flugfélög til Póllands allt árið um kring. Hægt er að fljúga til fjögurra borga þegar þetta er skrifað: Varsjá, Katowice, Gdansk og Wroclaw. Ódýrustu miðarnir með Wizz Air flugfélaginu fást á um það bil 10 þúsund kr. fram og til baka.

Áfangastaðir Wizzair í Evrópu. Fjölmargir íbúar Íslands eiga rætur að rekja til áfangastaða flugfélagsins.

Það er ódýrara að ferðast til Póllands heldur en þegar ég flutti hingað árið 1988

Ódýrara í krónum talið!

Hér má sjá umfjöllun um verð flugleiða frá 1998. Þá kostaði miði fram og til baka til London 20 þúsund krónur. Framreiknað verð með tillit til verðbólgu er nánast 100 þúsund kr. til London.  Nú kæmist ég til London á 7 þúsund. Verð á “evrópsku innalandsflugi” hefur sem sagt hrunið um 93% á 30 árum. Miðar til Póllands á um 10 þúsund fram og til baka eru ekki óalgengir.

Í þá daga var hvert land með sitt aðalflugfélag, og hvert land með sinn aðalflugvöll. Ætlaði maður sér að fljúga annað en á aðalflugvöllinn gat maður náðarsamlega fengið að fljúga með aðalflugfélaginu á svona 40 þúsundkall á mann fram og til baka og fengið te eða kaffi, og samloku. Eftir að ESB frelsaði flugmarkaðinn er fjölbreytninn alls ráðandi. Menn geta flogið frá Lublin til Liverpool, af því að… einhver vill fljúga frá Lublin til Liverpool, óháð því hvort flugmálayfirvöldun Póllands og Bretlands hafi dreymt þessa flugleið eða ekki.

Þannig er þetta nefnilega oft. Stjórnmálamenn og stjórnarmenn í einokunarfyrirtækjum dreymir um “miðstöðvar”, að mistöð svona samgangna verði hér, miðstöð hinsegin samgangna verði þar. Innanlandsflugið hingað, millilandaflugið þangað.

Frjáls markaður býr til miklu dreifðara og betra net.

Fjárfestingar í flugvöllum eru af þeirri stærðargráðu að eflaust verður ekki hjá því komist að hið opinbera komi að þeim með einhverjum hætti þótt ekki sé nema á skipulagsstiginu. En ákvarðanir um þessi mál eiga að miða að því að efla það sem við vitum að virkar og skilar neytendum árangri: frelsi og samkeppni.

Þess vegna líst mér vel á nýjan flugvöll á Hvassahrauni og myndi taka vel í það ef einhver myndi vilja taka þátt í að byggja slíka flugvöll upp. Þar væri möguleiki á að tengja íslenskt innanlandsflug við millilandaflug. Þar myndi skapast tækifæri til að búa til samkeppni við Kelfavíkurflugvöll um lendingar og afgreiðslu véla. Loks hefði slíkur flugvöllur líka talsverða vaxtarmöguleika.

Þetta eru allt miklir kostir. Uppbygging á Reykjavíkurflugvelli, á takmörkuðu landi, þar sem aldrei verður hægt að koma fyrir millilandaflugi, þar sem ekki verður hægt að tengja millilandaflug við innanlandsflug og uppbygging sem þar fyrir utan er töluvert umdeild pólitískt, hefur einfaldlega ekki þessa sömu kosti.

1 svar við “Stórkostlegt evrópsk innanlandsflug”

  1. Innanlandsflugið til Keflavíkur. Hættu svo þessu blaðri. Sé engin rök í þessu kjaftæði í þér. Ætlar þú að fórna neysluvatni allrar byggðar á Reykjanesskaganum fyrir atkvæðaveiðabull sjálfum þér til handa?

Skildu eftir svar