Það þarf ekki að breyta lögum um brottnám líffæra

Hvenær má taka líffæri úr heiladauðu fólki og setja í annað fólk? Það er ekki lítil spurning. Nú hafa nokkrir þingmenn lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um líffæragjafir. Frumvarpinu er lýst með þeim hætti að það eigi að ganga út frá “ætluðu samþykki”. Mig langar að fjalla um þetta frumvarp og hvernig ég sé þessi mál fyrir mér.

Lög um líffæragjafir þurfa að taka á því hvernig eigi að bera sig að gagnvart vilja hins látna og aðstandenda hans. 

Lögin þurfa sem sagt að geta fyllt upp í eftirfarandi töflu:

Aðstandandi
Ekki vitað Nei
Látni Ekki vitað
Nei

Ég skal svara því hvernig mér finnst að þessi tafla ætti að líta út. Í fyrsta lagi þá er mikilvægt að virða vilja þess dána einstaklings sem verið er að taka líffæri úr. Ef sá vilji liggur fyrir:

Aðstandandi
Ekki vitað Nei
Heimilt Heimilt Heimilt
Látni Ekki vitað
Nei Óheimilt Óheimilt Óheimilt

Ef sá vilji liggur ekki skýrt fyrir er rétt að nánasti aðstandandi ráði för.

Aðstandandi
Ekki vitað Nei
Heimilt Heimilt Hemilt
Látni Ekki vitað Heimilt Óheimilt
Nei Óheimilt Óheimilt Óheimilt

Þá er eftir það eina tilfelli þegar ekki er vitað um afstöðu hins látna, og ekki heldur aðstandenda. Það kann að vera að hinn látni hafi enga aðstandendur, þeir vilji ekki taka ákvörðun, séu margir og ósammála, eða að ekki næst í neinn þeirra. Ég hallast að því að betra sé að samþykki aðstanda liggi fyrir, sé þess á annað borð kostur, ég veit ekki með þau dæmi þar sem sannarlega enginn aðstandandi er til staðar, en grunar að þau séu ekki algeng.

Núverandi lög eru raunar nákvæmlega svona:

Nú liggur fyrir samþykki einstaklings og má þá, að honum látnum, nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama hans til nota við læknismeðferð annars einstaklings.

Liggi slíkt samþykki ekki fyrir er heimilt að fjarlægja líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings ef fyrir liggur samþykki nánasta vandamanns hans og slíkt er ekki talið brjóta í bága við vilja hins látna.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991016.html

Sem sagt:

Aðstandandi
Ekki vitað Nei
Heimilt Heimilt Hemilt
Látni Ekki vitað Heimilt Óheimilt Óheimilt
Nei Óheimilt Óheimilt Óheimilt

Ég veit ekki hver framkvæmdin er en miðað við lögin má fjarlægja líffæri úr þeim sem veita til þess leyfi jafnvel þótt samþykki ættingja liggi ekki fyrir.

Lagabreytingartillagan um ætlað samþykki sem lögð var fram á seinasta þingi gerir ráð fyrir að lögin hljómi svona:

Nema má brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andstæðan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans.

Ekki má þó nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars einstaklings leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því.

Réttarástandinu sem tillagan gerir ráð fyrir verður því lýst á eftirfarandi töflu.

Aðstandandi
Ekki vitað Nei
Heimilt Heimilt Óheimilt
Látni Ekki vitað Heimilt Heimilt Óheimilt
Nei Óheimilt Óheimilt Óheimilt

Fljótt á litið virðist breytingin því vera þessi: Réttur hins látna er ekki lengur sjálfkrafa virtur en í staðinn gengið út frá því að þögn hins látna og aðstandenda sé sama og samþykki. Mér finnst breytingin í frumvarpinu því ekki vera til hins betra.

***

Ætlað samþykki má ekki bara vera feluorð fyrir “skort á samþykki”. Ef við göngum út frá ætluðu samþykki þá verðum við raunverulega að trúa því að viðkomandi einstaklingur hefði veitt samþykki ef hann verið verið um það beðinn, en hann var bara annað hvort ekki spurður eða svar hans ekki skjalfest. Þetta má ekki snúast um það menn þurfi að að “sanna” að ættingjar þeirri hefðu ekki viljað gefa líffæri sín til að sá réttur sé virtur.

***

Nýleg könnun sýnir að um 80% Íslendingar styðja hugmyndina um ætlað samþykki. Skv. skýrslu um líffæragjafir á árunum 1992-2002 var samþykki ættingja veitt í 60% tilfella (30 tilfelli alls). Það er víst von á nýju tölum og fólk segir að hlutfallið hafi hækkað. Margt bendir því til að hlutfall veittra leyfa sé hátt og í góðu samhengi við almennan stuðning við líffæragjafir í þjóðfélaginu. Þar fyrir utan virða núverandi lög vilja þeirra látnu og aðstandenda á þann hátt sem réttast er. Ég tel því ekki þörf á breytingum á lögum um brottnám líffæra.

Leave a Reply

Your email address will not be published.