Þetta verður ekkert “allt í lagi”

Það voru fáir sem trúðu því að Trump gæti unnið. Nate Silver var með sigurlíkur Trumps í 30% stuttu fyrir kosningar og það var eiginlega byrjað að hæðast að honum, og segja að aðferðir hans væru frekar gallaðar.

Á kjördag var New York Times með fréttaskýringar um að þetta væri eiginlega komið hjá Hillary, talað um einhvern “eldvegg” öruggra fylkja, og annað bull sem jaðraði við talnaspeki.

Allt þetta var tilraun fólks til að róa sjálft sig, segja við sjálft sig að hlutirnir “verði í lagi”. Þótt það væri alls ekki víst að allt yrði í lagi.

Trump mun fangelsa pólitíska andstæðinga sína, hann mun afnema hinar lögfestur heilbrigðistryggingar sem Obama kom á, reisa vegg á landamærum Mexíkó, henda milljónum manna úr landi, starta viðskiptastríði við Kínverja, vingast við Pútín, hætta að verja Eystrasaltsríkin, pynta fjölskyldur hryðjuverkamanna og loka landinu fyrir múslimum.

Af hverju mun hann gera það? Því hann sagðist ætla að gera það. Og þvert ofan á það sem sagt er þá standa stjórnmálamenn oftast við orð sín.

Að halda að stjórnkerfið, stjórnarskráin eða þingið muni bremsa hann af er draumsýn. Hann er kallinn, hann stjórnar og fólk með þannig hugarfar lætur ekki auðveldlega stoppa sig.

Og þótt við höldum að stjórnarskrár kunni að “hindra” margskonar rugl þá gera þær það ekki í raun og veru. Þær gera það bara aðeins augljósara að menn séu að gera rugl.

Í dag stóðu skrifborð auð á vinnustöðum því starfsmönnum var ekki hleypt aftur inn í landið, einhver komst ekki í skólann, íbúðir stóðu auðar, allt út af trú og uppruna.

Trump lofaði alls kyns viðbjóði og er þegar byrjaður að hrinda þeim í framkvæmd án teljandi mótspyrnu úr stjórnkerfinu. Þetta verður ekki allt í lagi. Þetta mun bara versna.

One thought on “Þetta verður ekkert “allt í lagi”

Leave a Reply

Your email address will not be published.