Öskrað á áttavitann 11/31: Herinn

screen-shot-2016-10-24-at-10-44-23

Segjum að dag einn muni Bandaríkjaher biðja um að fá að byggja upp aðstöðu í Keflavík að nýju. Svo mun liggja fyrir samningur um að það verði gert. Segjum að samningur muni fara fyrir Alþingi. Ég myndi, sem þingmaður, kjósa með slíkum samningi.

Við erum í NATO. Ég styð það. Veran í NATO þýðir það að við tökum þátt í sameiginlegum vörnum. Ef einhver telur að við getum styrkt þær varnir með því að veita bandamönnum okkar aðstöðu hér á landi þá eigum við að gera það.

Við verðum alveg að tryggja varnir okkar og þjóðaröryggi, þó það hljómi leiðinlega og vænissjúkt að spá í því. Og persónulega, ef ég mætti velja milli þess að hafa hér fámennt erlent herlið eða vopna íslenska lögreglumenn vélbyssum þá fyndist mér fyrrnefndi kosturinn miklu, miklu skárri.

Leave a Reply

Your email address will not be published.