Öskrað á áttavitann 10/31: Krónan

Íslenska krónan varð sjálfstæður gjaldmiðill árið 1922. Gjaldeyrishöftum var komið á þremur árum síðar, árið 1925. Þau hafa meira og minna fylgt krónunni síðan, með stuttu millibilsástandi í upphafi þessarar aldar, sem endaði nú ekki ýkja vel.

Krónan hefur gengið í gegnum röð gengisfellinga, verðbólgu, við höfum þurft að klippa núll af henni. Vextir eru að jafnaði hærri. Stærsti kosturinn sem ég hef heyrt með krónuna er að hún gefur okkur færi á að lækka laun fólks hratt án þess að fólk taki eftir því að heldur þannig atvinnuleysi niðri.

Hugsanlega er þetta að einhverju leyti rétt. Atvinnuleysi á Íslandi er almennt lágt. Það er örlítið hærra í Danmörku. Kannski myndi skorturinn á “sveigjanleika” hækka meðalatvinnuleysi aðeins, láta það vera eins  og í Danmörku, en það er auðvitað fáranlegt að halda að það myndi fara líkjast löndum eins og Spáni eða Portúgal, þar er lagaumhverfið annað og vinnumarkaðurinn minna sveigjanlegur svo eitthvað sé nefnt. En já við gætu orðið meira eins og Danmörk eða Svíþjóð.

 

Fyrir fjórum árum gaf Seðlabankinn út skýrsluna Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Það er að finna þessa mynd.

Sjálfstæð krónan varla augljós kostur. Heimild: Seðlabanki Íslands
Sjálfstæð krónan varla augljós kostur. Heimild: Seðlabanki Íslands

 

Á þessari mynd sést nokkuð vel að sjálstæður gjaldmiðill með fljótandi gengi er alls ekki augljós kostur í gengismálum. Við erum raunar langminnsta ríkið af þeim sem velja þann kost. Einhvers konar hörð fastgengisstefna í gegnum myntbandalag, einhliða upptöku eða myntráð væri miklu eðlilegri kostur fyrir land af okkar stærð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.