Öskrað á áttavitann 8/31: Móttaka flóttamanna

screen-shot-2016-10-14-at-22-48-57

 

 

 

 

 

Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Við erum hluti af heimi. Þessi heimur er misgóður. Stundum vill fólk flytja á milli í þessum heimi í leit að betra lífi. Og ég vil að það sé hægt að gera það löglega. En þetta hérna er ekki spurning um það. Þetta er spurning um að veita þá neyðaraðstoð sem felst í móttöku flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum. Og hvort við getum bæði hjálpað til í þeim löndum sem þurfa að glíma við mesta strauminn og hjálpað til hér heima.

Af öllum löndum sem Eurostat mælir voru Ungverjar með hlutfallslega flestar umsóknir á 100 þúsund íbúa eða 1799 árið 2015. Þjóðverjar voru með 587. Meðaltala fyrir Evrópu er 260. Það er 0,26% af heildaríbúafjölda álfunnar. Og tökum eftir að það er fríkings borgarastyrjöld í Miðausturlöndum. Þetta hlutfall jafngildir því að 400 manna skemmtiferðaskip væri að velta fyrir sér hvort það ætti að taka upp einn skipbrotsmann eða láta hann eiga sig.

Okkar tala var 122, langt undir meðaltali Evrópu. Og sama hvað við gerum munu náttúrlega landamæri og kostnaður alltaf gera okkur að ólíklegri lokastað fólks sem flýr undan stríðum.

Þannig að stutta og einfalda svarið er já. Við getum gert meira.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.