Öskrað á áttavitann 5/31 Þjóðaratkvæði ESB-viðræður

Þessi spurnig er góð og einföld. Ef borin verður upp þingsályktunartillaga um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð ESB-viðræðna þá mun ég kjósa með henni, ef ég fæ tækifæri til þess. Ef slík atkvæðagreiðsla fer fram mun ég þar tala fyrir jái.

Ég mun gera það vegna þess að ég styð að það verði haldið áfram með þessar aðildarviðræður. Ég vil klára þær. Það getur tekið nokkur ár. Jafnvel áratug. Þegar það er búið vil ég kjósa svo um það hvort við viljum ganga í Evrópusambandið.

Í þeirri atkvæðagreiðslu finnst mér ansi líklegt að ég muni segja já. Ég treysti mér að halda því fram vegna þess að ég veit nokkurn veginn hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið. Við eru í því þegar að stórum hluta.

Með inngöngunni myndi ekki svo marg breytast en þó sumt og flest til hins betra. Íslenskir neytendur myndu fá óheftan aðgang að sameinuðum evrópskum markaði, fólk gæti keypt hvað sem það vildi á netinu og fengið það sent heim, án þess að borga toll og vask. Fólk gæti keypt erlenda matvöru í búð. Við gætum flutt okkar mat óheft til Evrópu. Við gætum fengið betri mynt.

Allt þetta er gott, eitthvað annað kann að vera síðra. En ESB umsókn er stórmál. Hún er yfirlýsing um að vilja ganga í sambandið. Við förum ekki í þennan leiðangur öðruvísi en að fá til þess skýrt umboð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.