Öskrað á áttavitann 2/31: Afnám verðtryggingar

Fullyrðingin var “Afnema ætti verðtryggingu á nýjum lánum strax”.

Þetta er fyrsta spurningin sem ég svara í þessari seríu. Þetta er góð spurning. Hún er góð því ég á almennt frekar auðvelt að sjá fyrir mér hvernig lögin sem myndu hrinda þessu í framkvæmd myndu líta út.

Í dag er ekki leyfilegt að taka og veita gengistryggð lán, svo eitthvað sé nefnt, ímynda mætti sér að lögum yrði breytt á þann veg að óheimilt væri að taka og veita verðtryggð lán.

Við erum með minnstu sjálfstæðu, fljótandi (á köflum) mynt í heimi. Við höfum búum við óstöðugt gengi og óstöðugt verðlag. Við það ástand er skiljanlegt að þeir sem vilja lána peninga vilji lána verðtryggt.

En það skipti litlu máli þótt fjármagnseigendur myndu vilja lána verðtryggt ef engin vildi fá lánað verðtryggt. Og nú er það raunar þannig að fólk hefur val. Hér er dæmi af heimasíðu Landsbankans.

Og þrátt fyrir allt eru verðtryggð lán samt vinsælustu lánin sem fólk tekur. Samkvæmt Kjarnanum voru 82% lána á markaðnum verðtryggð.  Ætli skjáskotið að ofan skýri ekki ástæðuna. Flestir velja lán út frá upphæð fyrstu afborgana. Um það má ýmislegt segja, afborganirnar geta hækka mikið í verðbólguskotun, en það er bara eins og með lántöku almennt, hún gengur út á það að borga dót seinna.

Til lengdar myndi ég vissulega sé verðtryggð lán minnka eða hverfa alfarið og að Íslendingar gætu búið við sambærileg lán og íbúar Evrópu. En til þess þarf nýja peningu stefnu, tengingu við annan gjaldmiðil eða upptöku annars gjaldmiðils, helst með aðild að myntbandalagi. En meðan staðan er eins og hún er finnst mér ekki hægt að banna fólki að taka þau lán sem það þrátt fyrir allt kýs helst að taka.

 

One thought on “Öskrað á áttavitann 2/31: Afnám verðtryggingar

  1. Öskra á móti hér… http://www.althingi.is/altext/erindi/145/145-2002.pdf

    Í stuttu máli:

    1) Bann á verðtryggðum lánum til einstaklinga myndi styrkja peningastefnu Seðlabanka
    Íslands.
    2) Bann á verðtryggðum lánum til einstaklinga myndi lækka nafn- og raunvaxtastig innan
    íslenska hagkerfisins. Lækkun á húsnæðisverði yrði takmörkuð og eingöngu tímabundin.
    3) Bann á verðtryggðum lánum til einstaklinga myndi leiða til þess að vaxtastig yrði almennt
    stöðugra, gengi krónunnar yrði stöðugra og verðbólga yrði stöðugri.
    4) Notkun verðtryggingar á lánum til einstaklinga lýsir samhæfingarvanda milli lántaka. Þessi
    samhæfingarvandi veldur hærra vaxtastigi en ella. Opinbert bann við notkun á verðtryggðum lánum til einstaklinga leysir þennan samhæfingarvanda.

Leave a Reply

Your email address will not be published.