Öskrað á áttavitann 1/31: Af hverju Viðreisn?

RÚV hefur verið með kosningapróf á vef sínum þar sem frambjóðendur eru spurðir um þrjátíu spurninga. Næstu daga fram að kosningum ætla ég að rökstyðja svörin mín við þessum spurningum á þessari síðu.

screen-shot-2016-09-30-at-16-20-07Ég gef setti mér nokkrar reglur:

  1. Aðeins þrjú svör eru leyfileg: sammála, ósammála, sit hjá. Því þannig verður það.
  2. Þetta eru spurningar um meginstef, ekki smáatriði.
  3. Ég ímynda mér að að baki hugmyndunum liggi frumvörp sem, sem eru eins vel gerð og hugsast getur.

Þetta þýðir að ég reyni að tækla allar hugmyndir í sinni bestu mynd, en ekki í sinni verstu mynd. Ég geri þetta vegna þess að sumar spurningarnar í könnun RÚV eru dálítið leiðandi, stundum villandi eða oftast margslungnar. En það þýðir ekki að væla yfir því. Ef maður getur ekki svarað einni netkönnun, svo vel sé, þá á maður ekkert erindi á þing.

Fyrsta spurningin í könnuninni snýr raunar einungis að því hvar maður býður sig fram. Kjördæmið mitt er Reykjavíkurkjördæmi suður. En ég get notað tækifærið til að skýra út hvers vegna ég bý mig fram fyrir Viðreisn. Ég gerði það raunar á sínum tíma þegar ég fór yfir í Viðreisn, en ég get endurtekið það hér:

Ég trúi á þrennt: Ég trúi á borgaraleg réttindi, frjálsan markað og alþjóðlega samvinnu. Sá flokkur sem ég á helst hugmyndafræðilega samleið með heitir Viðreisn. Ég er genginn til liðs við Viðreisn.

Á morgun: “Afnema ætti verðtrygginu á nýjum lánum strax”.

Leave a Reply

Your email address will not be published.