Hafnabolti – Undir stjórn Jaruzelskis 28/100

Það er ekki á allra vitorði en ég bjó eitt sinn í Póllandi. Ég bjó reyndar í Póllandi þangað til ég var átta ára. Á þeim tíma var Pólland kommúnistaríki. Sá sem var við völd hét Wojciech Jaruzelski.

Hann er enn á lífi 90 ára gamall. Síðasta sem heyrðist af honum var að kona hans var að hóta honum skilnaði ef hann hætti ekki að reyna við hjúkkuna sína (http://www.nydailynews.com/news/world/wife-poland-dictator-seeking-divorce-affair-nurse-report-article-1.1609122).

En nóg um það.

Eitt af því sem fylgir því búa undir stjórn kommúnista er að sjúkleg aðdáum á öllu sem einhver annar en þeir höfðu búið til. Til dæmis gagnrýnislaus aðdáun á öllu sem var bandarískt.

Seint á níunda áratugnum og snemma eftir að allt hrundi varð hafnabolti þannig skyndilega vinsæll um allt land. Þessi áhugi mætti skyndilega á leikvöllinn hjá Grunnskóla nr. 8 í Sanok, þar sem góður vinur minn bjó.

Ég man að ég var fluttur til Íslands, alla vega að hluta til, þegar þetta gerðist. En eitt sumarið mæti ég til vinar míns, og spyr hvort við eigum ekki koma út að leika. Hann segir já. Ég bjóst við að sjá hann draga fram einhvern fótbolta eins og venjulega. En nei, nú var hafnabolti orðinn málið.

Í venjulegu hafnaboltaliði eiga að vera 9 manns. Það sinnum tveir næst auðvitað aldrei á einhverjum rólóvelli þannig að menn urðu að vera kreatífir. Augljóslega þarf einhvern til að henda boltanum og einhvern til að slá hann. Helst þarf líka einhvern til að reyna að grípa boltann ef hann fer fram hjá gaurnum sem sveiflar kylfunni (les. spýtunni). Það síðasta er nú bara af þeim praktísku ástæðum að annars fer boltinn í einhver nálægan sandkassa og maður þarf að hlaupa eftir honum.

800px-Amish_children_playing_baseball,_Lyndonville_NY

 

Næsta sumar var lítið orðið eftir af þessum hafnaboltaáhuga, en um nokkra mánaða skeið sveifluðu allir átta ára krakka spýtum við að reyna slá tennisbolta. Ég veit ekki hvað Jaruzelski fannst um þetta. Ætli nokkuð.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.