Fastur í austurþýskri leikgrind – Undir stjórn Jaruzelskis 25/100

iferdarumiVið fyrstu sýn virðist hér um að ræða krúttlega mynd af barni í samanbrjótanlegri leikgrind. En myndin er, líkt og allt annað í þessari átakanlegu, sögu stútfull af táknmyndum um frelsisbaráttu mannkyns.

Til að byrja með skulum átta okkur á því að barnið fæðist í þann mund sem ákveðinnar þíðu er farið að gæta í stjórnmálum lands. Og í þann mund sem barnið er farið að geta gengið um, og sér fyrir sér að það geti ferðast um heiminn, frjálst og engum háð þá… bang… er barninu stungið steininn. Þú getur labbað hér! Er þetta ekki nógu gott fyrir þig?

Og líkt og það væri ekki nógu táknrænt þá var leikgrindin á myndinni framleidd í Austur-Þýskalandi,  bestversta alþýðulýðveldinu.

Mamma sagði mér reyndar að hún hafi verið mjög ánægð með þessa leikgrind. Enda voru möskvarnir á netinu nægilega stórir til að hendur gætu gripið í og híft sig upp. Netin á svona leikgrindum í dag gætu fangað síli. Enginn mun slasa sig í þeim. Enginn mun heldur hífa sig upp á fætur.

Merking kanínnunar í grindinni er auðvitað öllum ljós. En ætli ég skýri hana ekki samt.

Samstaðan og raunar öll stjórnarandstaðan í Póllandi gerðu “V” fingramerkið að einu tákna sinna. Það var notað víða, jafnt á plakötum sem og þegar leiðtogar hennar töluðu.

Lech_Walesa_George_H_Bush

Fljótlega varð kanínan því einnig eitt af merkjum baráttunnar fyrir betra stjórnkerfi. Enda líta eyru kánínunnar út eins og “V”. Kanínuna í leikgrindinni verður að skoða í þessu samhengi. Leikgrindin er austurblokkin. Netið er járntjaldið. Þar stendur ungur maður og heimtar markaðs- og stjórnsýsluumbætur um leið og hann getur staðið í lappirnar. Og horfir út í heiminn. Fullur aðdáundar á því sem þar er að finna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.