Hnífapör í keðjum – Undir stjórn Jaruzelskis 19/100

Einu sinni þegar ég var að labba í Bieszczady-fjöllum með mömmu datt ég inn á veitingastað þar sem hnífarnir voru allir í keðjum sem skrúfaðar voru við borðin. Það er auðvitað ein leið til að koma í veg fyrir að hlutir hverfi: að festa þá húsgögn.

Ég veit að Vesturlandateprunum langar öllum að spyrja:

“En, en… svo kemur bara næsti maður og … ha? Nei…. Ha?”

En ekki spyrja. Höfum þetta sem ráðgátu.

Einn vinsælasti leikstjóri Pólverja frá þessum tíma, Stanisław Bareja, gerði grín að þessu í kvikmyndinni Miś (Bangsi).Klippan er hér að neðan, rúm ein og hálf mínuta, með enskum texta.

Hér eru reyndar skálarnar skrúfaðar við borðið einnig, sem og skeiðarnar og gestir þurfa að samhæfa handahreyfingar til að geta borðað súpuna. Þetta eru reyndar ýkjur eins og flest í myndum hans.  En það er sannleikur í þessu þó hann sé málaður í skærum litum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.