Þjófótti pósturinn – Undir stjórn Jaruzelskis 18/100

Seinasta daginn sem hægt var að senda jólakort innanlands seinustu jól sendi ég jólakort til ömmu minnar sem býr í Slesía héraði. (Þetta var amma mín sem ég minntist á í grein um lestarferðina. Ef hún myndi skrifa greinarflokk eins og þennan þá héti hann: „Þegar ég var átta ára undir stjórn Hitlers“)

En hvað um það. Jólakortið barst henni fyrir jól.

CC-BY-SA 3.0 User: Grisznak
CC-BY-SA 3.0 User: Grisznak

Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis hefði póstur frá Íslandi til Póllands verið mánuð á leiðinni. Og það var nú eitt en þessir tímar hafa styst alls staðar í heimi. Eðlilega. Verra var að pósturinn kom oftar en ekki tættur og opnaður á áfangastað. Og búið að stela ýmsu úr honum.

Nú veit ég ekki hvort það voru póststarfsmenn, leyniþjónustan eða einhverjir aðrir sem komust í hann á leiðinni, en ef það var einhver minnsti grunur að umslagið innihélt eitthvað sem líktist peningum bréfið opnað og stolið innan úr því. Ég mann að einhvern tímann sendi pabbi svona litla merkimiða til að setja á pakka. Stolið. Og oft komu bréfin bara alls ekki.

Allt þetta getur auðvitað gerst, en umfangið þjófnaðarins var slíkt að það gat varla verið um tilviljun að ræða. Einhvern veginn hlaut það að vera þannig að einhvers staðar fengu þjófar að leika lausum hala án þess að neinn gerði neitt í því.

Búi maður í Póllandi nú getur maður alla vega valið milli nokkurra fyrirtækja sem sendast með dót á milli staða. Í þá daga þurfti maður að reiða sig á opinberan aðila sem var óvinveittur. Las bréf fólks og stal úr þeim öllu sem verðmætt var.

1 svar við “Þjófótti pósturinn – Undir stjórn Jaruzelskis 18/100”

  1. Sæll. Líklega voru aðstæður pólverja með frjálslegasta móti, miðað við ráðstjörn kommúnista í A-Þýskalandi og kannski víðar. Ég man eftir sögu sem ég heyrði hjá a-Þjóðverja kringum 1980: Tveir hundar mætast við landamæri Þýskalands og Póllands, annar á leið vestur, hinn austur. Sá pólski var grindhoraður, og hinn spyr hann: Hversvegna ert þú að flýja frá Pólandi? Hinn sagði: Nú, til þess að fá einhverntíma að éta. En ég skil ekki hversvegna þú flýrð TIL Póllands? Þá svaraði sá A-Þýski: Nú, auðvitað til að fá einhverntíma að gelta. – Þetta þótti mjög fyndinn, svartur húmor.

Skildu eftir svar