Þegar kommarnir tóku af mér leikskólann – Undir stjórn Jaruzelskis 11/100

Þegar ég var þriggja ára, undir stjórn Jaruzelskis, flutti ég frá Poznań til Sanok. Nokkru síðar byrjaði ég í leikskóla. Ég man kannski ekki allt úr leikskólanum. Mér fannst maturinn ekkert spes. Okkur var skipað að leggja okkur á daginn. En ég fékk að tína upp laufblöð og hitta aðra krakka. Þetta síðastnefnda var gaman (ég bjó á fríking Árbæjarsafninu).

Leikskólinn var dálítið frá, en í sérhúsi með garð og öllu. Foreldrar mínir löbbuðu með mig hvern dag. Stundum í vagni og stundum á sleða. Það eru fallegar minningar. Þetta er Suðaustur-Pólland, lengst inni í landi. Vetur þarna verður alveg svona alvöru vetur eins og í bókinni “Vetur í Múmíndal”. Trén og húsin verða eins og listaverk eftir Christo. Samt eiginlega flottari.

Mér er sagt að mér hafi þótt mjög gaman í leikskóla og ég get trúað því. Þegar ég var átta ára kom út í Bandaríkjunum bók eftir Robert Fulghum sem hét “Allt sem ég virkilega þurfti að vita lærði ég í leikskóla.” Þessi tilvitnun er nú höfð sem einkunnarorð á heimasíðu annars hvers leikskóla í Póllandi. Maður veit auðvitað um hvað málið snýst. Í leikskóla á maður að læra haga sér ekki eins og fáviti. Sú kunnátta ef maður öðlast hana, kemur manni ótrúlega langt.

Undir stjórn kommúnismans var allt umvafið rauðleitri slikju. Til allrar hamingjum fengum við að hafa  bláa bangsa. Bláu bangsarnir voru sem lágvær hvíslandi rödd frelsis í ríki kúgunnar.
Undir stjórn kommúnismans var allt umvafið rauðleitri slikju, eins og sést á myndinni. Til allrar hamingjum fengum við að hafa bláa bangsa. Bláu bangsarnir voru sem lágvær hvíslandi rödd frelsis í ríki kúgunnar.

Þegar ég er fimm ára þá fæðist systir mín. Við það mátti ég ekki lengur vera í leikskóla. Þar sem mamma mín var heima í fæðingarorlofi fengu yfirvöldin, Jaruzelski og félagar, það út að ég hefði ekkert með þessa leikskóladvöl að gera. Þannig að ég þurfti að hætta að fara á sleða í leikskólann, tína laufblöð, hitta aðra krakka og leika mér með stóra bláa bangsa.

Nú mundi ég ekkert eftir þessu en þegar mér var sagt um daginn að ég hafi orðið leiður við það að mega ekki lengur vera í leikskóla, þá var ég auðvitað dálítið leiður og pinku bitur fyrir mínu ungu hönd.

Ég var auðvitað búinn að gleyma því að hafa nokkurn tímann verið leiður en man þó að ég eyddi þónokkrum tíma í Sanok með mömmu og litlu systur og horfði heilmikið á þátt á ríkisstöðinni sem hét “Heimaleikskólinn” – Domowe Przedszkole. Það var svona þáttur fyrir börn sem þurftu að vera heima og gátu ekki verið í leikskóla. Það var (og er) kannski ágætlega krúttleg hugmynd og ekki sú alversta en í ljósi minnar reynslu lyktaði hún óneitanlega af því að vera dálítið skítmix.

Ég alla vega treysti mér ekki til að fullyrða að ég hafi “lært allt sem þurfti að vita í lífinu” við það að horfa á þennan tiltekna sjónvarpsþátt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.