“Víst bý ég á Árbæjarsafninu”- Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis 9/100

Margir eiga bágt með að trúa því að eigi mér einhvern óíslenskan bakgrunn, svo íslenskt er útlit mitt, hegðan og öll mín lund. Sumir hafa reyndar haldið því að ég væri bara venjulegur gaur sem ólst upp í Laugarneshverfinu og væri að gera sér upp etnískan bakgrunn.

Aðrir hafa meira segja haldið því fram að ég væri bara upprspuni. Þá tilgátu hafði ritstjórn Deiglunnar heyrt á fyrstu dögum skrifa minna þar. Í sjálfu sér er það ekki galin ágiskun í ljósi þess að ritstjórn Deiglunnar hafði áður skapað fólk einungis í þeim tilgangi að koma höggi á íhaldsarm sjálfstæðisflokksins. Ég meina, Guðmundur Svansson eða Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, hefur einhver í alvörunni hitt þetta fólk?

Lygasögu líkast

Kannski vissu einhverjir að ég væri með einhverjar pólskar rætur. En ég efast um að nokkur hafi haft um þá vitneskju að þegar ég var átta ára þá bjó ég í Póllandi undir stjórn Jaruzelskis. Enda hef ég verið þögull sem gröfin um þessa reynslu brenndur af því hve sárt það er þegar fólk trúir manni ekki.

Mamma mín er mannfræðingur. Eftir námið hafði hún fengið vinnu á einu stærsta útisafni Póllands, byggðasafninu í Sanok. Á þessari síðu má finna nokkrar myndir þaðan (http://www.twojebieszczady.net/mbl.php)

Starfinu fylgdi  húsnæði. Húsnæðið var lítið grænt tvíbýlishús … í miðju útisafninu.

http://skansen.sanok.pl/wirtualny-spacer-skansen-w-zimie.html

Þannig að já, á aldrinum 3-9 ára bjó ég á útisafni. Þetta olli mér töluverðum vandræðum við að fá vini í t heimsókn. Sérstaklega þar sem við vorum ekki með síma. Það var nú ýmislegt planað í leikskólanum og sex ára bekknum en þar sem ég bjó í 20 mín göngufjarlægð frá næsta barni þá þurfti aðstoð foreldra við að komast til mín. Ég sá fyrir mér að samtöl félag minna við foreldra sína hafi verið svona.

“Ég ætlaði að heimsækja Bartoszek á laugardaginn.”

“Besta mál, hvar á hann heima?”

“Hann segist eiga heima á útisafninu.”

“Ha?”

“Útisafninu.”

“Kjánabarn, það á enginn heima á útisafninu. Þar eru bara gömul hús sem enginn býr í…”

“En Bartoszek sagðist eiga heima á útisafninu, sagði að það væri alveg satt.”

“Iss, hann er bara að grínast í þér. Þessi drengur er ekki með öllum mjalla. Við förum ekki fet!”

Í nokkur skipti beið ég eftir heimsóknum sem komu aldrei (líkt og flest börn gera einhvern tímann á ævinni, jafnvel þótt þau búi ekki undir stjórn Jaruzelskis). Ég fór að venjast þessu. Sagði bara “já, koddu endilega” og lét ekki einu sinni vita. Loks þegar ég fékk heimsókn, frá einum besta vini mínum á þessum árum hafði ég ekki einu sinni látið mömmu vita að neinn ætlaði að koma.

Ég var bara á naríunum.  Ætli ég hafi ekki verið að horfa á klaufabárðana í svarthvíta sjónvarpinu okkar. Eða eitthvað álika.

One thought on ““Víst bý ég á Árbæjarsafninu”- Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis 9/100

Leave a Reply

Your email address will not be published.