Jaruzelski sjálfur – Þegar ég var 8 ára undir stjórn Jaruzelskis 8/100

Mikilvægasta aukapersóna þessarar sögu, Wojciech Jaruzelski er á lífi. Hérna er heimasíðan hans:

http://www.wojciech-jaruzelski.pl/

Þetta er frekar fábrotið html verður að viðurkennast. Uppfærslurnar ekki margar, sú seinasta eru þakkir vegna hamingjuóska sem honum hafa borist í tilefni af 90 ára afmælis hans seinasta sumar. Ég sé hann ekki á Instagram. Eða Vine. En ætli það fyrirgefist ekki manni á hans aldri.

Jaruzelski, nokkru áður en ég var átta ára undir hans stjórn.
Jaruzelski, nokkru áður en ég var átta ára undir hans stjórn.

Langumdeildasta ákvörðun Jaruzelskis á hans ferli voru herlögin 1981. Þá var stríðsástandi lýst yfir í öllu landinu, herinn sendur á göturnar, verkföll og mótmæli bönnuð og fjölmargir stjórnarandstæðingar setti í fangelsi. Sú persónulega tenging sem fjölskylda mín hefur við þá atburði er að faðir minn var á þessum tíma formaður stúdentaráðs í Poznań, og hafði fengið það verkefni að skipuleggja fyrstu frjálsu kosningarnar til stúdentaráðs síðan guð veit hvenær. En þær voru vitanlega blásnar af með skömmum fyrirvara eftir að herlögunum var komið á. Mér skilst að mörgum stúdentum hafi þótt þetta í meðallagi spes.

Það eru þingkosningar í Póllandi eftir tvö ár. HVer veit. Kannski að ég söðli um og fari bara í framboð. Ef ég næ að verða forseti þá getur Jaruzelski skrifað greinarflokk á síðuna sína um þegar hann var “92 ára undir stjórn Bartoszeks”. Það væri smá sögulegt réttlæti í því, maður!

Leave a Reply

Your email address will not be published.