Hæku-ríkjaheitið – Þegar ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis 2/100

Það vita það fáir en þegar ég var átta ára bjó ég í Póllandi undir stjórn Jaruzelskis. Pólland var þá kommúnistaríki, alræðisríki. Ég var átta ára. Ég var barn. Ég ætla að summera þetta upp með stikkorðum.

Pawel fórnarlamb alræðis.
Pawel marktækur.

En að efni pistilsins…

Erfitt að kenna gömlum hundi nýtt ríkjaheiti

Grunnskólinn minn, sem þá hét Grunnskóli nr. 8 í Sanok, þar sem ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis.
Grunnskólinn minn, sem þá hét Grunnskóli nr. 8 í Sanok, þar sem ég var átta ára undir stjórn Jaruzelskis.

Þegar ég byrjaði í skóla, í hinum nýbyggða grunnskóla nr. 8 í Sanok lærði ég landafræði. Mér var kennt að ríkið mitt héti

Polska Rzeczpospolita Ludowa

sem orðrétt þýðir “Pólska lýðveldið alþýðlega”.

Ég vandist þessu nafni fljótt enda bjóst ég líkt og aðrir við að þetta væri svona eins og nafnið á mömmu manns, eitthvað sem maður þyrfti ekki að læra aftur og aftur á hverju ári.

Alveg óháð inntaki nafnsins þá var ágætis hrynjandi í þessu enda var það eins og hæka, stutt-langt-stutt.  Ég veit að margir eldri Pólverjar áttu erfitt með að losna við við þessa hæku úr minninu og fóru með hana óvart löngu eftir að ríkið hét aftur “Rzeczpospolita Polska” – Lýðveldið Pólland.

Frægast þeirra dæma er þegar þegar aldurforseti pólska þingsins, sem venju samkvæmt stýrir umræðunum á fyrsta fundi eftir kosningar, setti óvart þing rangs ríkis, áður en hann leiðrétti sig. Það vakti kátínu.

Gamla nafn ríkisins er nótabene enn í pólsku fjölmiðlalögunum. Þar segir að “Ritstjóri dagblaðs má ekki hafa hlotið dóm fyrir brot gegn grundvallarhagsmunum Alþýðulýðveldisins Póllands”. Þetta er augljóslega dauður lagabókstafur og menn hafa greinilega frekar viljað halda honum þannig heldur en að “nútímavæða” hann. Og einhvern veginn hefur láðst að fella hann út.

Ferðin upp í Skerjó

Nafnabreytingin tók gildi um áramótin 1989-1990. Ég man eftir göngutúr sem við pabbi áttum upp í Skerjafjörð skömmu eftir það. Pólska sendiráðið þá til húsa þar, í einhverri glæisivillunni. Ætli þetta hafi ekki verið svona “Ég trúi því þegar ég sé það” gönguferð. Og jú, viti menn. Það var komið nýtt skilti. Með nýju og betra nafni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.