Já, og miðillinn þinn er að ljúga að þér

CC-BY-SA Some rights reserved by Pedro Fernandez Photo
CC-BY-SA: Pedro Fernandez Photo

Sumir Íslendingar trúa  að framliðið fólk sé til og trú því líka að til sé fólk sem kann að tala við það framliðna fólk. Má jafnvel segja að þetta sé hluti af einhverri menningu. Er það mitt eða annarra að “eyðileggja þessa litlu trú fólks”? Já, það er spurning.

Mörgum finnst sárt að missa einhvern sem þeim þykir vænt um. Þar af leiðandi verður til fólk sem nýtir sér þessi sárindi og þykist geta talað við þessa látnu ættingja. Það rukkar fyrir það pening.

Nú gæti  fjölmiðill gert þrennt:

  1. Spilað með, og búið til þætti um miðla, og hinn stórkostlega hæfileika þeirra til tala við framliðna. Birt reglulegar fréttir af afrekum þeirra.
  2. Látið vera að fjalla um þessi mál.
  3. Satt sannleikann um miðla.

Mér finnst kostur 3 bestur, kostur 1 siðlaus. Ég get svo sem skilið þá afstöðu að velja kost 2, segja ekkert. Kannski… ég hugsa þetta líka oftast: “Menn mega trúa einhverju bulli mín vegna ef það felur ekki í sér að neinu af því bulli er þröngvað upp á mig eða ég beinlínis neyddur til að spila með.”

En ef fjölmiðlarnir myndu fyllast af fréttum um það að sumu fólki finnst hinir framliðnu leiðinlegir við sig meðan aðrir mættu alltaf hinir hressustu á miðilsfundinn og ef fjölmiðlamenn væru farnir að búa til fréttir þar sem viðtöl væru tekin við framliðið fólk í gegnum miðla í því skyni að fá fólk til lýsa skoðun á dægurmálum eða fá lifandi fólk til  haga sér með einhverjum tilteknum hætti þá myndi ég alveg örugglega láta í mér heyra.

One thought on “Já, og miðillinn þinn er að ljúga að þér

  1. Hvernig getum við öðruvísi fengið að vita skoðun Jóns Sigurðssonar f. 17. júní 1811 á Hrafneyri við Dýrafjörð (eru ernir annars ekki dýr?) á því hvort við eigum að ganga í ESB nema með aðstoð einhvers góðs miðils? Og slík vitneskja væri sannarlega gagnleg fyrir umræðuna. Svo er bara að velja miðil með réttu stjórnmálaskoðunina og þó. Líklega frekar miðil sem tekur við peningum, enda erfitt að ímynda sér miðil með prinsip.

Leave a Reply

Your email address will not be published.