Verðskrá Strætó hækkar ekki – Takk fyrir þjónustuskerðinguna haustið 2014

Stjórn Strætó bs. ákvað nýverið að hætta við fargjaldahækkkanir sem taka áttu gildi 1. desember. Ástæðan er sögð vera að fjárlög gerðu ráð fyrir minni ríkisstuðningi til almenningssamgangna en gert var ráð fyrir. Í frétt mbl.is átti framlagið að vera 956 milljónir á ári en stendur nú í tæpum 823 milljónum.

Ég játa það raunar að ég veit ekki alveg hvaðan þessar tölur eru fengnar. Skv. fjárlagafrumvarpinu eiga greiðslurnar að lækka úr 996 í 914. Væntanlega er um að ræða greiðslur til verkefna annarra en þeirra sem tengjast Strætó bs…

En fyrst þessi breyting er út af einhverjum forsendubresti í fjárlagafrumvarpinu… hvernig má það vera á stjórn Strætó hafi samþykkt gjaldskrárhækkanirnar í lok október… mánuði eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram?

Og ef niðurskurðurinn stefnir í því að vera enn meiri en áætlað var… hvaða vitglóra er í því HÆTTA VIÐ hækkun? “Sorrý… það lítur út fyrir að olíuverðið muni hækka enn meira svo við hjá Icelanair höfum ákveðið að fresta verðhækkunum þangað til að olíuverðið ákveður sig.” Nei, hvílík vitleysa. Auðvitað átti ekki að hætta við hækkunina. Bara hækka þá aftur eftir þrjá mánuði. Það er ekkert dýrt við það að hækka aftur. Það er hins vega “pólitískt dýrt”.

Einmitt. Þá komum við að vandamálinu. Kosningar nálgast. Það er óvinsælt að hækka verð í strætó því þeir sem eru í stjórn í hverju sveitarfélagi óttast að þeir sem eru í stjórnarandstöðu geri sér mat úr hækkununum. Menn eru hræddir við að einhverjir hópar sem taka ekki strætó mótmæli hástöfum því að verðið í hann hækki.

Niðurstaðan verður því: engar verðhækkun fram yfir sumarið… gríðarlegt gat í rekstrarreikningi strætó næsta haust sem mæta þarf með gríðarlegri þjónustuskerðingu í næstu vetraráætlun. Svipað gerist í kringum hverjar kosningar.

Og allt út af stjórnmálamönnum sem vilja ekki hækka verð í strætó, en eiga samt ekki pening til að niðurgreiða hann.

Leave a Reply

Your email address will not be published.