Vopnaðir fulltrúar stjórnvalda áreita óbreytta borgara á leið úr landi

Þetta er nú klassý. Íslenskir lögreglumenn að sýna spænska dómaranum rauða spjaldið á leið úr landi. Þetta er svo fyndið að ég spring úr hlátri. Menn að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að hafa dæmt einhvern fótboltaleik. Fara í gegnum öryggisleitina, taka af sér beltið, og fara úr skónum. Svo fara lögreglumenn að bögga þá út af dómgæslunni. Hverjum myndi ekki líða betur?

http://www.visir.is/raku-spaenska-domarann-utaf-flugvellinum/article/2013131119212

Ég veit það ekki. Lögreglumen eru fulltrúar valdstjórnar. Þeir hafa það hlutverk að gæta öryggis fólks. Jafnt á flugvöllum sem annars staðar. Þeir hafa vald til að handtaka fólk og setja í varðhald. Er það við hæfi að menn böggi fólk út af einhverju öðru? Og þótt  fólkið hafi hlegið þessa raun af sér þá er ekki víst að því hafi endilega þótt þetta sniðugt. Þeir einu sem eru til frásagnar, sem stendur, eru lögreglumennirnir sjálfir.

Já, og svo er það. Er eðlilegt að lögreglumenn dreifi þessum samskiptum sínum við þessa óbreyttu borgara til almennings. Vissu mennirnir að þeir voru í viðtali við facebook síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum? Spurning hvort lögreglan ætti ekki að halda sér við vinnu sína og í stað þess áreita frægt fólk. Og segja frá áreitinu á einhverri papparazzi síðu.

11 thoughts on “Vopnaðir fulltrúar stjórnvalda áreita óbreytta borgara á leið úr landi

  1. Kæri Pawel – af myndinni að dæma eru þessir lögreglumenn ekki vopnaðir. Af textanum að dæma virðast samskiptin hafa verið á léttum nótum og frásögnin færð í stílinn. Ef þetta verður til að gára vatnsglasið þitt þá greinilega þarf ekki mikið til. Fyrirsögnin þín er fullyrðing sem stenst enga skoðun. Flestallir lögreglumenn landsins ganga til vinnu óvopnaðir. Myndin sýnir óvopnaða lögreglumenn þannig að þú fullyrðir um eitthvað sem þú veist ekkert um. Og í hvaða tilgangi skyldir þú nú vera að fullyrða um eitthvað sem þú hefur enga hugmynd um. Sverta opinbera starfsmenn sem ekkert hafa gert af sér. Til hvers? Textinn þinn er fullur af rangfærslum. Það eru ekki lögreglumenn sem sinna vopnaleitinni þegar menn fara úr skónum og taka af sér beltið – það eru starfsmenn ISAVIA. Lögreglan sér um vegabréfaskoðun. Og þessir dómarar voru augljóslega ekki í viðtali við facebook síðu LSS. Það er lágmark að hafa staðreyndir á hreinu áður en maður missir sig í vanþóknun yfir saklausu gríni.

    1. Sæll Runólfur og takk fyrir athugasemdina,

      Hér eru lögreglumenn að stríða manni sem er óvinsæll meðal almennings til að afla sjálfum sér vinsælda. Mér finnst það ekki mjög faglegt. Og enn þá síður fyndið.

      Ef ég myndi fara til læknis með verk í nára og hann myndi nota tækifærið til að hæðast (á góðlátlegum nótum) að nýjasta pistli mínum og gortaði sig í síðan af því á facebooksíðu sinni þá myndi mér heldur ekki þykja það faglegt. Eða fyndið.

  2. Þvílíkir fáráðlingar, Lögreglan á Suðurnesjum er er einhver smásmugulegast og ómerkilegasta deild Lögrerglumannanna sem til er. Þeir hreykja sér af því að hundelta smáneytendur vímuefna eru jafnvel að níða af mönnum ökupróf afþví þeir hafa reykt hass einhvertíman í vikunni. Svo koma þeir alltaf fram í fjölmiðlum og þykjast vera voða flippaðir og léttir á því eitthvað. Þetta minnir mig bara á hegðun hjá einhverjum algerum siðblindingja, ég vona að fólk sjái í gegnum þetta..

    1. Jájá, en það er spurning hvort maður lyftir sér upp á annarra kostnað, eða sinn eigin. Mér finnst ýmislegt fyndið, en ekki þetta. Stofnun spilar á þjóðerniskennd og stríðir fólki sem var að vinna vinnuna sína.

Leave a Reply

Your email address will not be published.