“Að eyðileggja líf fólks”

West Midlands Police CC-BY-SA 2.0
West Midlands Police CC-BY-SA 2.0

Maður hefur heyrt þennan frasa. Að einhver hafi “eyðilagt líf einhvers” með því að beita hann ofbeldi.

Það er án nokkurs vafa sagt með fullkominni samúð fyrir þolandanum. Hugsanlega líka til að láta gerandanum líða verr vegna þess sem hann gerði. Sem er sjónarmið, þó ég sé efins og að það sé mjög hjálplegt.

Ég hef enga reynslu til að hvíla á  og veit ekki hvernig þolendum líður við að heyra að líf þeirra hafi verið eyðilagt. En ég er að velta fyrir mér hvort fólk ætti ekki að leggja þessu myndmáli. Þetta er of endanlegt, of dómsdagslegt, of uppgjafarlegt.  Engin hefur vald til að “eyðileggja” líf annarra manneskju. Ekki einu sinni í myndlíkingu sem aðrir nota honum til lasta.

Leave a Reply

Your email address will not be published.