Drullaðu bara yfir mig nafnlaust ef þig langar til þess

CC-BY-SA 2.0 Ian Murphy
CC-BY-SA 2.0 Ian Murphy

Nafnleynd er ekki í tísku. “Nafnlaus níðskrif” er nánast eins og fast orðasamband. Löggjafinn hatar nafnleysi og vildi helst hafa kennitölu fyrir aftan hvert komment, til að menn vissu hver segði hvað.

Það er óheppilegt. Auðvitað má nota það vald til að tjá sig nafnlaust saklausu fólki til skaða. En sama gildir nú um margt, margt annað.

Ég get nefnt fjölmargar ástæður þess að einhver myndi vilja skrifa nafnlaust. Sumar góðar aðrar síðri.

  1. Þú ert stjórnarandstæðingur í harðstjórnarríki.
  2. Þú kennir í 8. bekk og langar ekki endilega að gera helsta stefnumál þitt, lögleiðingu eiturlyfja, að umtalsefni í næstu kennslustund.
  3. Þú ert áhugamaður um erótískar smásögur þar sem Star Trek persónur koma við sögu, en þig langar að ræða um það á næsta jólaglöggi fyrirtækisins.
  4. Þú telur að samkynhneigðir séu syndgarar samkvæmt Biblíunni en þig langar ekki að missa vinnuna.
  5. Þú vilt að umræður snúist um rök þín en ekki þig persónulega.

Rökin geta verið fleiri. En svo lengi sem menn fela sig ekki einungis til að ráðast á saklaust fólk er engin ástæða til að banna mönnum að fara huldu höfði.

Þessi bólusetning samfélagsins gegn nafnleynd er ekki góð. Margt gott hefur verið skrifað undir nafnleynd, oft af neyð. Og þó að ég hafi raunar ögn meira gaman að því að sjá framan í fólk þegar það talar hef ég ekkert á móti nafnlausum kommentum á síðunni minni. Fólk er því frjálst að drulla yfir mig nafnlaust ef það lystir. Svo lengi sem það er “í þágu hóflegra framfara og innan marka laganna” eins og einn tékkneskur rithöfundur myndi segja.

8 thoughts on “Drullaðu bara yfir mig nafnlaust ef þig langar til þess

  1. Ég er mjög hugsi yfir þessu. Það eru ágæt rök færð fyrir því hér að sjálfsagt sé að fólk skrifi nafnlaust en einhverhvernvegin finnst mér nú samt að fólki sem liggur eitthvað á hjarta ætti að vera í lófa lagið að standa við þau orð sín hvar og hvenær sem er. Jafnvel kennarar í skólanum með nemendum sínum. Að vísu tel ég að fólk í tilteknum störfum eigi að reyna að vera sæmilega grandvart bæði meðan það er í vinnunni og utan hennar.
    Annað hvort höfum við sannfæringu sem við getum staðið við eða ekki. Mér finnst líka ágætt að ég og þú gefum okkur að við höfum það félagslega aðhald að ausa ekki skít yfir annað fólk. Ef við gerum það þá hljótum við að vera fólk til að standa undir því sem við gerum.
    Bestu kveðjur

    1. Takk fyrir, athugasemdina Anna María,

      En hvað með t.d. samkynhneigða í löndum þar sem við því liggur refsing? Eða jafnvel á Íslandi. Ég meina ég tek kannski eiturlyf sem dæmi. Menn geta verið á þeirri skoðun að eitthvað sem sé ölöglegt eigi að vera löglegt. Það er til dæmis erfitt að vera mikill stuðningsmaður þess að niður í gegum erlendar ip tölur sé löglegt án þess að menn gruni sjálfkrafa um að maður sjálfur stundi slíkt. Kær kv. Pawel

    2. Ég stenst ekki freistinguna að benda á að það að skrifa undir nafni þýðir að viðkomandi auðkennir sig, en það gefa ekki upp kenninafn, sérstaklega ef eiginnafnið er algengt, t.d. Anna María, jafngildir því að skrifa nafnlaust. Ég leitaði til dæmis að Önnu Maríu í þjóðskrá og svarið sem ég fékk þar var: “Athugaðu! Of margir í úttaki. Leit of víðtæk”.

  2. Nafnleynd er lýðræði. Kosningaleynd var upphaf sanns lýðræðis. Nafnleynd gefur okkur færi á að meta hugmyndir sem hefur settar fram, án þess að láta vináttu eða óvináttu blinda okkur, ofmeta þær út af aðdáun á þeim sem setur þær fram, eða vanmeta þær vegna fordóma, afþví þetta sé til dæmis svartur maður sem er að skrifa. Nafnleynd eykur smám saman greindarvísitölu og þroskar umræðuhefð. Helst ættu ALLIR að vera nafnlausir sem allra oftast.

  3. Að commenta er að kjósa. Að kaupa er að kjósa. Að mellta hugmyndir settar fram í nafnleysi, fjarri fordómum eða óverðskuldaðri aðdáun á þeim sem setti þær fram, er að kjósa af sanngirni og rökvísi. Að vega að nafnleynd er að vega að lýðræði. Nafnlaus comment eru nýja form kosningaleyndar og móta nýtt form af lýðræði.

  4. Stundum verður nafnleynd að ráða för þegar verið er að draga spillinguna og soran upp á yfirborðið í umræðunni svo ekki sé ráðist á þann er ritar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.