Of fá sæti í lestinni

Ein stutt saga úr í kommúnistaríki. Sumarfrí er að hefjast. Það fer lest úr bænum á föstudegi. Allir vita að troðið verður í hana. Aðaljárnbrautararstöðin er stöð númer 2 á leið lestarinnar. Sumir bregða á það ráð að labba/taka strætó á fyrstu stöðina í von um að ná frekar sæti.

Rupert Taylor-Price CC-BY-SA 2.0
Rupert Taylor-Price CC-BY-SA 2.0

Þegar lestin rúllar loksins inn á teinana, mörgum mínutum of sein eins og alltaf kemur í ljós að það er þegar fólk í lestinni. Einhverjir ættingjar lestarstarfsmanna höfðu greinilega fengið að fara um borð fyrr.

Mannmergðin á fyrstu stöðinni nær þó að troða sér inn, þótt það fái ekki allir neitt komfý gluggasæti eins og þeir vonuðust eftir. En þegar kemur að aðaljárnbrautarstöð bæjarins geta þeir sem þar standa auðvitað gleymt því að fá far.

Þannig að

  • Þeir sem þekktu til réttra manna  – fengu örugglega far
  • Þeir sem voru duglegir að fylgjast með og mixa – fengu kannski far
  • Þeir sem gerðu eins og þeim var sagt að gera – fengu ekki far

Ef sætin eru færri en fólkið sem í þeim vill sitja mun alltaf einhver vera ósáttur. Ein leið er einfaldlega að hækka verðið. Það vilja menn stundum ekki gera og láta sem þannig muni “venjulegt fólk” ekki geta keypt sér miða.

En ef fólkið upplifir að kaupferlið sé skakkt hvort sem er, því þeir einu sem komast í lestina eru þeir sem njóta einhverja forréttinda fyrirfram þá upplifir fólk þetta ekki sem niðurgreiðslu til “venjulegs fólks” heldur sem niðugreiðslu til þeirra útvöldu sem hafa aðgang einhverjum réttindum eða upplýsingum sem aðrir hafa ekki. Og ef menn treysta ekki stjórnvaldinu til að byrja með þá skiptir nú litlu máli hvaða skýringar það gefur á því að kona lestarstjórans hafi flatmagað á fyrsta farrými þegar pöpullinn rúllaði inn. Því þar sem er skítafýla hefur oftast einhver gert í brækurnar.

En nóg um það. Hvað ætli fólk nenni að lesa sögur af lestarferðum í kommúnistaríkjum.

 

One thought on “Of fá sæti í lestinni

  1. Minnir um margt á miðasölu á ákveðinn knattspyrnuleik sem reyndar gleður mig að svo margir ætli að sjá þá þarf ég ekki að skammast mín fyrir að fara ekki til að garga mig hásan við að hvetja strákana áfram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.