Stuðningspistill

5493_110543155825_4898106_nÞað er mikilvægt minnihlutahópar eigi sína fulltrúa í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, og enn sterkara ef þeir fulltrúar leiða listann, það sýnir breidd flokksins.

Þess vegna finnst mér frábært að Hildur Sverrisdóttir, vinkona mín, sé að gefa kost á sér í oddvitasætið í prófkjöri sjálfstæðisflokksins. Kúl fólk hefur lengi átt erfitt uppdráttar í stjórnmálum, sérstaklega á hægrivængnum.

Samkvæmt, Zappa – félagi kúl sjálfstæðismanna, voru einungis 2-3% fulltrúa á seinasta landsfundi Sjálstæðisflokksins kúl. Það er áhyggjuefni í ljósi þess að talið er að um 12-15% prósent fólks er kúl á hverjum tíma, svo ljóst er að þeir sem eru kúl eiga undir högg að sækja innan flokksins.

Nú mun auðvitað einhver gagnrýna mig fyrir að vilja kjósa Hildi bara út af því að hún er kúl. Sérstaklega er líklegt að þeir sem eru ekki kúl, eða hafa alltaf kosið fólk sem ekki er kúl komi með þennan punkt, því fyrir þeim er ekki-kúl normið en kúl frávik. Fjölmiðlar kynda að einhverju leyti undir þetta með því að taka almennt ekki viðtöl við kúl fólk nema þegar  rætt er um einhver kúl málefni. Jújú, það er talað við kúl fólk fyrir Airwaves en það er sjaldgæft að maður heyri kúl fólk tjá sig um atvinnumál eða skatta. Þessu þarf líka að breyta.

Kúl sjálfstæðismanneskja hefur ekki orðið borgarstjóri í Reykjavík síðan Auður Auðuns gengdi embættinu fyrir rúmri hálfri öld síðan. En jafnvel þá sinnti Geir Hallgrímsson embættinu með henni, svo óvanir voru menn greinilega þeirri tilhugsun að einhver sem væri kúl gæti séð um þetta sjálfur. Síðan þá hefur auðvitað margt vatn runnið til sjávar og nokkrir töff borgarstjórar hafa setið í stólnum, en enginn þó sem beinlínis var kúl. Á þessu getur loksins orðið breyting. Það er gaman. Og það er kúl.

5 thoughts on “Stuðningspistill

  1. Mikið rétt, hún Auður var kúl,—– mjög kúl. Geir var það einnig á sinn hátt, fastur fyrir og lét ekki neinn stjórna sér, ekki þrýstihópana, né aðra.

    Mun styðja Hildi til setu ofarlega en ekki í oddvitasætið þessu sinni.

    Hlakka mjög til, að unga fólkið, sem okkur Íhaldsmenn vantar sárlega til starfa fyrir Flokkinn sem var kúl 1929 og allt fram á seinnihluta síðustu aldar, taki við stjórninni og þá verði flokkurinn aftur kúl í líkingu við 1929 þegar urðu alger umskipti í pólitíkkinni hérlendis og stéttir unnu saman að framförum lands og lýðs.

  2. Hægri stefna er ekki kúl. Það er málið. Það er ekki kúl að vilja fækka svöngum með því að fá sér humar og hvítvín.

  3. Sæll Pawel.
    Takk fyrir þennan pistil hjá þér.

    Mín skoðun er , er búnn að vera lengi, og þá tala ég sem fyrrverandi Sjálfsstæðismaður, að það sem hefur vantað í þinn Flokk er eins nokkar matskeiðar af auðmýkt og alúð fyrir fleirum en bara einstökum og útvöldum flokksmönnum.
    Gamla klisjan “stétt með stétt” sem afi minn, leigubílstjórinn og flokksmaður talaði um af miklu stolti er löngu dautt í þínum flokki og er búið að vera lengi. Kannski ekki töff að vera auðmjúkur, hugsa um fleiri en færri.
    Sjáum hvernig fyrrverandi höfuð borgarstjórnarflokksins talar í Garðahraunsmálinu, keyra áfram, bara tekið tillit til hagsmuna flokksins í Garðabæ. Hvað gerir fyrirverani oddiviti ef niðurstöður dómstóla segja hana hafa rangt fyrir sér ?
    Eins hvernig Brynjar Nielsson talar um þinn fyrrverandi vinnustað, Stjórnlagaráð. Fingurinn gefinn alla leið og til baka.
    Ekki kúl að mínu viti.
    Svo eru bara baráttumáli svo veik sem þinn flokkur er að reyna berja á, Flugvöllurinn og Hofsvallagata. Hvaða er það ?
    Eftir 4 ár á varamannabekknum er það sem hægt er að tuða um ?
    Hvað með menntamálin, sameiningu skóla og leikskóla ? Er ekki töff að tala um það ?
    Ég segi það, á meðan menn sem hafa enga aðra vinnu í að leita til, líkt og Vífilinn, Kjartan og fleiri er það sem verður á tilboði fyrir kosningar, þá er ekki spennandi úrval í kjötborðinu.
    Með hana vinkonu þína, þá er ekki nóg, að mínu mati að hafa skrifað eina dónabók +/- , til að verða leiðandi borgarfulltrúi fyrir þinn flokk. Verður að vera mun meira spennandi úrval á tilboði hjá ykkur til þess að maður eins og muni skoða ykkur fyrir framan kassan.
    Góða helgi.

  4. Gaman væri að fá nánari skilgreiningu á hvað er eiginlega að vera kúl? Hvernig var Auður Auðuns kúl?

Leave a Reply

Your email address will not be published.