Sjálfskoðun í þrívídd

Djöfull verður gaman þegar almennilegir þrívíddarskjáir detta á markaðinn.

Jólin nálgast óðfluga. (Já, fýlupúkarnir ykkar.) Jólin eru gjarnan tími sjálfskoðunar. Um seinustu jól skoðaði ég sjálfan mig í endurvarpi á skjá á lítilli leikjatölvu sem ég hafði fengið í jólagjöf.

Spegilmyndin var auðvitað þrívíð, eða virkaði þrívíð í það minnsta. Góður spegill er eins framlenging á raunveruleikanum, þess vegna má sjá stundum sjá fólk sem er utan við sig rekast á vel pússaða spegla. Og þess vegna setja menn spegja á herbergi til að láta þau líta út stærri en þau eru. Speglar eru þrívíddarskjáir. Vissulega takmarkaðir sem slíkir því þeir sýna bara það sem þeir sjá.

Tölvan sem ég fékk var raunar eins konar þrívíddartölva. Ef maður stingur hausnum á sérstakan stað, stillir einn rofa og heldur höfðinu sæmilega kyrru fær maður einhvers konar þrívídd. Þetta virkar í raun þannig að út hverjum pixel berast tveir straumar af ljóseindum. Einn í hvort augað. Heilinn lætur stundum platast.

En þetta er ágætt. Nú erum við komnir með skjái þar sem hver ljóspunktur getur sent ljóseindir í tvær áttir. Einhvern tímann á næstu árum verðum við þá komnir með skjái þar sem hver punktur getur sent ljóseindir í hvaða átt sem er, allan hringinn. Þar með fáum við skjái sem eru jafngóðir í að feika þrívídd og speglar. Djöfull verður það kúl.

Ég sé fyrir mér stóran vegg í einhverju malli þar sem menn feika þrívíddarmynd af öðrum stað í heiminum. Barn í Reykjavík veifar til barns í Kuala Lumpur. Allt í þrívídd. Djöfull verður það kúl.

Leave a Reply

Your email address will not be published.