Að bera fram “Łódź”

Skjaldarmerki Łódź

Ég sé nú sé komin út íslensku söguleg skáldsaga um Łódź-gettóið. (http://www.uppheimar.is/verslun/product.asp?ID=196). Ef einhver ætlar að lesa þessa bók eða tala um hana þá auðveldar það að kunna að bera fram nafn þessarar borgar, (sem þýðir “bátur”).

Sé nafnið skrifað án krúttstafa þá skrifast hún “Lodz” og menn enda á því að segja eitthvað eins og “lots” sem er ansi langt frá raunverulegum framburði.

Nafn borgarinnar “Łódź” samanstendur af 4 stöfum, en raunar einungis þremur hljóðungum.

Ł = Borið fram eins og það á að bera fram “W” í ensku. Það er ekki eins og “V” heldur meira eins og stutt “ú”.

Ó = Borið fram eins og íslenskt “Ú”.

 = Þessi samsetning, núna þar sem hún stendur aftast í orði á að vera órödduð og er því borin fram eins og stafurinn “Ć” (eins og það segi einhverjum eitthvað). Þetta er svipað og “CH” í enska orðinu “cheers”.

Hér eru svo nokkur hljóðdæmi:
http://www.forvo.com/word/%C5%82%C3%B3d%C5%BA/

Leave a Reply

Your email address will not be published.