Teljum á atkvæði á kjörstað

Það er auðvelt að fyllast öfund þegar fylgst er með kosningum í stórum löndum eins og Bandaríkjunum þar sem tölulegar niðurstöður hellast yfir áhorfandann og litskrúðug kort með úrslitum úr hverri sýslu fylla sjónvarpskjáinn. Margar ástæður eru fyrir því að telja ætti atkvæði á hverjum kjörstað í stað þess að skutlast með kjörkassa þvers og kruss um landið langt fram á kosninganótt.

I fyrsta lagi fylgir því óþarfa kostnaður að flytja kjörkassa í lögreglufylgd um miðja nótt. Þeim peningum væri betur varið í annað. Að auki kemur fyrir menn lendi í bílslysum eða flugslysum og líkurnar á þessu aukast eftir því sem þær vegalengdir sem flytja þarf kjörgögnin með verða meiri. Ef slíkt gerðist þyrfti væntanlega að endurtaka kosningarnar á landsvísu. Það er spurning hvort þetta sé ekki algjörlega óþörf áhætta.

Að auki myndu úrslit kosninganna liggja fyrir fyrr, því verðmætur tími sem nú fer í flutning mundi sparast nauk þess sem fleiri ynnu við að telja. Líklegast myndu fámennir kjörstaðir úti á landi vera fljótir að skila frá sér lokatölum og góðu vanir höfuðborgarbúar þyrftu að finna sér eitthvað annað á kosninganótt en að bölva vondum samgöngum á Vestfjörðum.

Ein mikilvægast ástæða fyrir því að gott er sundurgreina niðurstöður kosninga meira en gert er á Íslandi er að slíkt eykur trúverðuleika kosninganna og minnkar möguleika á kosningasvikum. Stundum getur fólk í sumum hverfum eða byggðalögum haft töluvert aðrar stjórnmálaskoðanir er fólk á öðrum stöðum í kjördæminu eða á landinu öllu. Kosningaúrslit geta þá komið flatt upp á suma: “Allir sem ég þekki kusu Marxíska kommúnistaflokk alþýðunnar, en samt náði hann ekki inn manni. Kosningasvik.” Menn gæti þá flett upp tölunum af þeirra kjörstað og komist að því að vissulega hafi margir kosið svipað á þeirra eiginn kjörstað, en að stemningin hafi verið dálítið öðruvísi annars staðar í kjördæminu. Af sömu ástæðu eru kosningasvik erfiðar í slíku kerfi. Erfiðar er að falsa tölur frá fimm hundruð manna samfélagi þar sem menn þekkjast innbyrðis en í stórum fjölmennum kjördæmum.

Að síðustu má ekki heldur gleyma að slík sundurliðun mundi kalla á mun skemmtilegri kosningar en eru nú. Þetta er ekki léttvæg rök. Skemmtilegar kosningar gera fólk spenntara fyrir lýðræðinu og þær eflir það um leið. Menn gætu séð hvernig byggðarlög standa við bakið á heimamönnum, eða afneita þeim. Menn gætu séð pólitísk vígi standa og falla. Og við gætum litað Íslandskortið í mörgum litum og snúið því á alla mögulega vegu í sjónvarpinu. Allt þetta mundi þýða skemmtilegri og fróðlegri kosninganótt. Við eigum ekki að hika við að færa okkur í þessa átt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.