Ógildur meðlimur

Mundu margir fá sér nettengingu ef þeir þyrftu fyrst að greiða fyrir hana í tólf mánuði áður en þeir gætu tengst vefnum? Mundi einhver versla við líkamsræktarstöð sem krefðist þess að menn greiddu félagsgjöld í tólf mánuði áður en þeir fengju aðgang að tækjasalnum? En bókabúð sem heimtaði að fólk greiddi tólf bóka tryggingu áður en það fengi fyrstu bók sína afhenta, mundi slík bókabúð fá marga viðskiptavini?

Nei. Líklegast gætu fá fyrirtæki eða félög sem reiða sig á frjáls og óþvinguð viðskipti leyft sér þann munað að byrja veita viðskiptavinum sínum þjónustu í fyrsta lagi nokkrum mánuðum eftir að þeir byrja að greiða þeim peninga. Engu að síður er þetta víðtekinn venja meðal íslenskra stéttarfélaga. Algeng regla er að menn þurfi að greiða félagsgjald í þrjá mánuði áður en þeir teljast “fullgildir meðlimir félags”. Þeir hjá VR gera gott betur. Þar stendur þetta busunartímabil yfir í heilt ár!

Það þurfa sem sagt að líða tólf mánuðir og þar sem nýr “félagsmaður” greiðir 0,7% verndargjald til Virðingar-Réttlætis (ríspekt djöstis) áður en hann getur leigt sér sumarbústað, splæst í meðferð eða fengið niðurgreitt ræðunámskeið. Eða gert hvað annað gagnlegt sem aðild að stéttarfélögum veitir mönnum.

Allt þetta tryggir náttúrlega það að sumarstarfsmenn á aldrei neitt til baka af sínum launum. Þeir þurfa réttlausir að greiða inn í sjúkra-, orlofshúsa og menntunarsjóði foreldra sinna og kennara í þrjá til fjóra mánuði á hverju sumir. Þeir borga niður sumarhúsaferðir, tölvunámskeið og áfengismeðferðir handa öðrum, oftast sér eldri félagsmönnum.

Og síðan þurfa þeir að hlusta á fólk býsnast yfir frekju og yfirgangir þessarar ungu kynslóðar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.