Logið og flogið

Frjálslyndir eru flokkur eins málefnis, kvótans, og þrátt fyrir þeim hefur ekki tekist að fá fylgi til að koma sínu að í þeim efnum þá hefur þeim orðið ágegnt í því að skemma kosningabaráttur fyrir fólki sem hugsar um annað en fisk. Tvennar seinustu Alþingiskosningar snerust því miður ekki um annað en “kvótabrask” og “eignir þjóðarinnar”. Það er eflaust erfitt fyrir einsmálefnisflokk eins og Frjálslynda flokkinn að taka þátt í kosningabaráttu í Reykjavík, þar sem eina málefnið þeirra hefur lítinn hljómgrunn.

Þessu hafa Frjálslyndir í Reykjavík ákveðið að redda með því að ná sér í annað málefni, “ekki-flutning” Reykjavíkurflugvallar. Einsmálefnisflokkur um fisk varð því að einsmálefnisflokki um flugvélar.

Töluverður fjöldi Reykvíkinga vill enn hafa flugvöllinn þar sem hann er og eðlilegt er að einhver reyni að sækjast eftir atkvæðum þessa fólks. Hins vegar er það alveg ljóst að hinn nýframkomna aftstaða F-listans í flugvallarmálum, er eins og allt sem frá þeim kemur, tilviljanakennd, og snýst um fátt annað en að veiða til sín örfáum atkvæðaveiðum.

Hafi Ólafur F. Magnússon alla tíð verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera kyrr í Vatnsmýrinni þá var hann allavega fjarri góðu gamni þegar hinir borgarfulltrúar F-listans sammþykktu ályktun þar sem hugmyndum flugbraut á Lönguskerjum var fagnað.

Þegar bent var á þessa ályktun í nýlegum Kastljósþætti, brást Ólafur F. hinn versti við og sakaði Björn Inga um lygar. Staðfesta er reyndar ofmetinn dyggð, en auðvitað eiga menn að vera hreinskilnir þegar þeir skipta um skoðun en ekki láta eins unglingur þegar mamma finnur bjórinn hans. Hegðun Ólafs er einkar hálfvitaleg enda geta allir læsir menn lesið ályktunina á heimasíðu flokksins.

Af svipuðum toga er nýleg “atkvæðagreiðsla” í borgarstjórn þar sem F-listinn greiddi hetjulega atkvæði gegn flutningi flugvallarins. Hrikalega kjánaleg brella, svona til að árétta afstöðu sína, en þjónar engum tilgangi ef virkilega á að berjast fyrir málstaðnum.

Hér á eftir fylgir svo níu mánaða gömul ályktun F-listans um flugvallarmál.

F-listinn í borgarstjórn fagnar þeirri umræðu sem nú á sér stað um flugvallarmál á höfuðborgarsvæðinu þar sem rætt er um flutning Reykjavíkurflugvallar innan höfuðborgarsvæðisins í stað tillagna um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og flytja alla starfsemi hans til Keflavíkur.

F-listinn telur það grundvallaratriði fyrir samgöngu- og öryggismál höfuðborgarsvæðisins og landsins alls að flugvöllur sé í hæfilegri nálægð við þær stofnanir og mannafla sem geta brugðist við neyðarástandi s.s. vegna slysa, veikinda eða náttúruhamfara.

Ef flutningur flugbrauta úr Vatnsmýri yfir í Skerjafjörð er möguleg án þess að draga á nokkurn hátt úr flugöryggi er ávinningur slíks tilflutnings augljós. Má þar nefna uppbyggingarmöguleika í Vatnsmýri og að flug yfir miðborginni legðist niður.

Vegtenging til suðurs yfir Skerjafjörð yrði að fylgja slíkri uppbyggingu því Miklabraut og fyrirhuguð vegtenging um Hlíðarfót dygði ekki til að mæta þeirri umferðaraukningu sem byggð í Vatnsmýri hefði í för með sér.

Leave a Reply

Your email address will not be published.