“Að hætta með reisn”

Af vef Alþingis.

Guðmundur Árni studdi einn þingmanna stjórnarandstöðunnar umdeilt eftirlaunafrumvarp sem stöðva átti sókn útbrunninna stjórnmálamanna í opinberar stöður. Hann fékk sendiherrastól að launum.

Ég sat einu sinni í árshátíðarnefnd í menntaskólanum mínum. Það var skemmtileg reynsla. Rekstur skólafélaga gekk þá að mörgu leyti út á pizzur og það var hreint með ólíkindum hverju hægt var að koma í verk með þeim einum sem gjaldmiðli. Menn settu upp skólablöð, skreyttu nemendaaðstöðu og gættu ölvaðra jafningja sinna á böllum… allt fyrir pizzur.

Og þótt ein pizza kosti nú bara þúsundkall þá voru þær metnar mun hærra en það. Hver ætti sjálfur efni á því að borða pizzur í öll mál? Verðlaun fyrir þátttöku í félagsstarfi voru því lykill að ákveðnum lífstíl. Pizzulífstílnum.

Ferðlalög til útlanda hafa á seinustu árum orðið ódýrari og einfaldari. Samt hafa þær enn svipuðu hlutverki að gegna í hugum fólks og pizzur gerðu hjá okkur. Menn líta það á það sem gríðarlegan kost við starf ef í því felast tíðar utanlandsferðir. Jafnvel svo að menn sætta sig við verulega lægri laun en ella.

Þessi hugsunarháttur finnst eflaust víða þótt hann sé hvergi greinilegri en hjá hinu opinbera, enda eru viðskiptaferðir ekki sama djamm og þær voru með tilkomu lággjaldafluggfélaga sem gera engar furðulegar kröfur um að menn “nái sunnudeginum”.

Auðvitað er utanríkisráðuneytið vinsælasta ráðuneytið til að hafa í ríkisstjórn. Pizzuráðuneytið. Duglegir flokkshestar og gamlir ráðherrar fá stjórnmálaferilinn launaðan með sendiherrastarfi í Brussel, Osló eða Ottawa. Hvernig á okkur hinum eiginlega að líða? Æðsta umbun fyrir störf í þágu Íslands er flugmiði burt!

Það eru merkileg rök að þegar búið er að sóa fjármunum í marga áratugi með því að ráða uppgjafarpólitíkusa í stjórnunarstöður, einungis til að pumpa upp eftirlaun þeirra, að nú þurfi að sóa enn meiru fé til að koma í veg fyrir að svona miklu fé verði sóað. (Væri ekki betra að hætta bara að sóa þeim?) Engu að síður voru þetta rökin þegar umdeilt eftirlaunafrumvarp var samþykkt nýlega. Nú átti að leyfa stjórnmálamönnum að “hætta með reisn” og “koma í veg fyrir sókn þeirra í opinber embætti”.

Upprunalega stóðu allir flokkar á Alþingi að breytingunum. Góð stéttarsamvinna þar á ferð. Hins vegar datt stjórnarandstöðunni í hug að sniðugt væri að skora svolítið út á óánægju með þeirra eigið frumvarp og lögðust svo gegn frumvarpinu.

Guðmundur Árni studdi þó frumvarpið til loka. Að launum var hann gerður að sendiherra í Stokkhólmi. Loksins fær Guðmundur að komast til útlanda! Ætli hann þiggi tvöföld laun næstu árin líkt og aðrir?

En það nú ágætt stjórnmálamennir okkar séu loksins farnir að “hætta með reisn”.

Leave a Reply

Your email address will not be published.