Ölráða

Flestir hafa eflaust heyrt af því að beiðni Bobbys Fishers um íslenskan ríkisborgararétt er nú til meðferðar hjá Allsherjarnefnd Alþingis. En það er annað mál sem nefndin skeggræðir um þessar mundir sem sá sem þetta skrifar fylgist með af mun meiri áhuga. Þetta er auðvitað frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttu og fleiri þingmanna lækkun áfengiskaupaaldurs á niður í 18 ár.

Þetta mál snýst auðvitað fyrst og fremst um sanngirni. Fullorðið fólk á að hafa rétt á því að ráða sér sjálft. Menn mega hins vegar auðvitað ekki vera blindir á þau vandamál sem aukinn neysla áfengis fylgir, sama í hvaða aldurshópi hún kemur.

Frelsi getur skapað samfélagsleg vandamál, á því er engin vafi. Eflaust mætti fækka umferðaslysum eitthvað ef kröfur sem gerðar eru til bílprófs væru svipaðar þeim sem krafist er af skipstjórum eða atvinnuflugmönnum. Við verðum að meta það upp við okkur í hverju tilfelli fyrir sig hvort við metum meira frelsið eða fóðruðu veggina. Bílar eru leyfðir. Kókaín er bannað en áfengið leyft.

Með því að leyfa áfengi er samfélagið að gefa mönnum val. Það er erfitt skilja hvers vegna 19 ára einstaklingur, sem ber ábyrgð á öllum sín gerðum, getur ekki nýtt sér þetta val. Hvað getur hann, greyið, gert í því að einhver annar í hans aldurshópi muni keyra fullur eða kaupa bjór fyrir kærustuna sína sem enn er í grunnskóla?

Þeir sem þekkja til skrifa minna hér á Deiglunni taka eflaust eftir að þetta er líklegast í fimmta skipti sem ég tjái mig um þetta mál. Eflaust veltir einhver því fyrir sér hvað hálfþrítugir menn séu að æsa sig yfir svonalöguðu. Kannski skýrist þetta af einhverju leiti af einhvers konar æskuþrá. Nú þegar Gallup-aldursflokkurinn 25-34 ára nálgast með ógnarhraða, er þörfin fyrir að viðhalda unglingskap meiri en nokkru sinni fyrr. Það verður vart gegn betur en með baráttu fyrir málstað sem snýr eingöngu að fólki á aldrinum 18-20 ára.

En það eru fleiri sem þjást af fortíðarþrá í þessum efnum. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, eins umsagnaraðila með frumvarpinu, má lesa grein sem heitir, Áfengismálastefna Íslendinga, en gæti reyndar heitið „Bannárin – það voru tímar, maður! Ég hvet eindregið alla lesendur til að kynna sér greinina, sem skrifuð er í þátíð. í fleiri en einum skilningi. Hér fylgja nokkra tilvitnanir:

Þegar Lúxemburg gleymdist

Það er vandasamt verk að búa til kosningakerfi. Því miður er það allt of algengt að það sé gert af nefndum stjórnmálamanna og lögfræðinga og án samráðs við stærðfræðimenntaða sérfræðinga. Í besta falli koma þeir að ferlinu seint og þá sem álitsgjafar. Þetta er álíka viturlegt og ef menn hefðu látið þingforseta teikna viðbyggingu við Alþingi og síðan leyft verkfræðingum og arkítektum að senda inn athugasemdir.

Best væri ef samhliða endurskoðun kosningakerfa yrðu starfræktar nefndir sérfræðinga í kosningastærðfræði sem yrðu stjórnmálamönnum til aðstoðar, líkt og nú er gert með sérstakri sérfræðinganefnd lögfræðinga í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þannig væri hægt að forðast mörg þeirra kosningakerfaslysa sem orðið hafa um veröld alla í tímans rás.

Á árunum 1958-1972 voru 6 ríki í ESB, eða hvað það hét nú þá. Kosningarnakerfið í ráðherraráðinu var með þeim hætti að hvert ríki hafði ákveðinn atkvæðafjölda, en 12 atkvæði þurfti til að koma málum í gegn. Atkvæðin skiptust með eftirfarandi hætti.

Þýskaland 4

Frakkland 4

Ítalía 4

Holland 2

Belgía 2

Lúxemburg 1

Fljótt á litið getur einhverjum virst sem Lúxemburg sé að koma nokkuð vel út úr þessari skiptingu. Landið fær 1/4 af atkvæðavægi Þýskalands þrátt fyrir að íbúar þess síðarnefnda séu 200 sinnum fleiri. Þetta er hins vegar blekking. Til að atkvæði Lúxemburg réði úrslitum í einhverri atkvæðagreiðslu hefðu hinir stuðningsmenn gefinnar tillögu þurft að safna 11 atkvæðum. Það er auðvitað ekki hægt þar sem atkvæðafjöldar hinna þjóðanna eru allt sléttar tölur! Lúxemburg hafði þannig í raun ekki nema sýndarkosningarrétt, því afstaða þess skipti aldrei máli.

Það er því mikilvægt að átta sig á að atkvæðafjöldi er ekki sama og atkvæðavægi. Ímyndum okkur að í 15 manna sveitarstjórn sætu 3 flokkar, tveir þeirra með 7 sæti en sá þriðji með einungis eitt. Þrátt fyrir ólíkan atkvæðafjölda hafa allir flokkarnir sama vægi því hverjum þeirra nægir samkomulag við einn hinna til að koma máli í gegn.

Að sama skapi hafa D-listinn og F-listinn ekkert vægi í borgarstjórn Reykjavíkur því atkvæði þeirra skipta aldrei máli. Vægi R-listans er aftur á móti 100%.

Vægi atkvæða (manns eða flokks) er þannig skilgreint sem líkur á því að afstaða viðkomandi munu ráða úrslitum í atkvæðagreiðslu. Það má sýna fram á að vægi eins kjósanda í atkvæðagreiðslu þar sem kosið er um tvo kosti fylgir formúlunni

þar sem N er fjöldi þeirra sem kjósa. Til gamans má geta að þetta þýðir að vægi hvers kjósanda í kosningum til Stúdentaráðs sem fara fram í dag er um 1%, sem er mun meira en fólk gerir sér grein fyrir.

Sem sagt: líkurnar á því að því að atkvæði hinna kjósenda skiptist jafnt milli meirihluta og minnihluta og þitt atkvæði muni ráða úrslitum eru 1%! Það er því svo sannarlega ekki tilgagnslaust að kjósa.

Í nýrri stjórnarskrá ESB er gert ráð fyrir að til að ýta máli í gegn í ráðherraráðinu þurfi sk. tvöfaldan meirihluta, ríkja og samanlags íbúafjölda þeirra. Því miður er þetta kerfi ekki nógu sanngjarnt þar sem það gefur íbúum stórra og smárra ríkja meira vægi en íbúum ríkja af miðlungsstærð og koma Pólland og Spánn verst út úr þeim samanburði.

Samkvæmt reglu sem Penrose sannaði um miðja seinustu öld er heppilegast að láta atkvæðafjölda í kosningum þar sem einn aðili t.d. ríkisstjórn ráðstafar öllum atkvæðum hvers ríkis, vera kvaðratrót af íbúafjölda. Það er einmitt slík tillaga sem tveir pólskir stærðfræðingar lögðu fram nýlega og fjölmargir evrópskir vísindamenn hafa stutt. Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á efninu má nálgast grein þeirra hér.

HRæðsla við HR

Nýverið var ákveðið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands. Til stendur að kennara- og verkfræðinám hefjist þar strax næsta haust. Ótrúlegt en satt þá eru ekki allir sem „fagna samkeppninni“ líkt og vinsælt er orðið segja.

Sama hve mikið menn kvarta undan námi í ríkisreknu skólunum dags daglega virðist svo þegar bæta við á nýjum valkostum í menntakerfinum kemur í ljós að sumir vilja hvergi hnika frá því sem fyrir er. Nýja námið er þá annaðhvort of létt, of stutt, of hagnýtt eða snýst of mikið um peninga.

Þrátt fyrir að sú ákvörðun HR-THÍ um að hefja kennslu í verkfræði ætti að gleðja flesta áhugamenn um fjölbreytt verkfræðinám hefur raunin orðið önnur. Meðal annars hefur Valdimar K. Jónsson lýst yfir
efasemdum
sínun á heimasíðu Háskólans. Þá hélt Röskva einnig, málfund um málið nýlega og má lesa um hann á heimasíðu félagsins. Þar segir meðal annars:

… Nú þegar samnýta verkfræðideild og raunvísindadeild þá prófessora sem geta kennt eðlisfræði og stærðfræði og því ekki ljóst hverjir eiga kenna við hina nýju deild. Einnig ríkir samkeppni milli verkfræðideildar og raunvísindadeildar um sterkust[u] nemendurna og þar sem hátt fall er í verkfræðideild er rétt að spyrja sig hverjir færu í hinn nýja skóla.

Sjálfur gat ég ekki mætt á þennan fund Röskvu, en ef sú þröngsýni brýst fram í lýsingunni er lýsandi fyrir það andrúmsloftið sem þar ríkti, má ég þakka fyrir að vera ekki á landinu.

Já, hver ætti svo sem að kenna við hinn nýja skóla? Ég ætla að kynna til sögurnar undursamlegan stað sem kallast „Útlönd“. Útlönd eru stór staður þar sem margt fólk býr. Fjölmargir þeirra hafa raunvísindamenntun. Meira að segja eru fjölmörg dæmi þess að Íslendingar með raunvísindamenntun hafi flutt til „Útlanda“, vegna þess að menntun þeirra nýttist ekki á Íslandi.

Jafnvel ef það er satt að aðeins 30 einstaklingar á Íslandi hafi burði til að kenna stærðfræði á Háskólastigi þá er skýringin ekki skortur á íslensku hæfileikafólki á því sviði heldur skortur á verkefnu fyrir íslenskt hæfileikafólk.

En hver á þá að læra verkfræði í þessum nýja skóla? Er einhver markaður fyrir fleiri verkfræðinga? Allavega virðist „markaðurinn“ sem meira og minna á HR vera á þeirri skoðun, enda eftirspurn eftir fólk með tækni-, verkfræði- og raunvísindamenntun mikil; og afnvel ef ekki reyndist þörf fyrir alla þessa þekkingu hér á landi er aldrei að vita nema einhverjir í áðurnefndum „Útlöndum“ hefðu eitthvað við hana að gera.

Að menn berjist fyrir því að sín menntastofnun fái meiri fjárframlög en einhver önnur get ég skilið. En að halda því fram að tilkoma nýs hámenntaðs vinnustaðar er sé afturför fyrir menntun í landinu er eins fáranlegt og að halda fram að Íslensk Erfðagreining skemmi fyrir vísindalegum rannsóknum í landinu – því allir fara bara að vinna þar og enginn verður eftir til að meta fiskistofnana og reikna út veðrið.

Fyrir menn sem hafa áhuga á að vinna fyrir sér í raungreinakennslu á háskólastigi, þýðir opnun kennara- og verkfræðideilda hugsanlega atvinnumöguleikar þeirra á Íslandi tvöfaldast. Þar sem ég tilheyri þeim hópi fagna ég þessu framtaki HR og undrast um leið fólk sem virðist gera allt sem það getur til að koma í veg fyrir að kennsla verði annað en láglaunastarf á vegum hins opinbera.