Endurunnar tilvitnanir

Stuðningsmenn og áhangendur frambjóðenda beita ýmsum brögðum til að ná koma auka fylgið og bæta stemninguna í kringum framboð. Ein þeirra er auðvitað að láta andstæðinginn líta út eins og fávita. Ein leið til þess er að dreifa heimskulegum tilvitnunum sem eiga að vera frá honum komnar.

Margir hafa eflaust eflaust rekist á heimasíður með heimskulegum ummælum núverandi forseta Bandaríkjanna eða annarra stjórnmálamanna. Þrátt fyrir að margt að því sem þar stendur sé fyndið og sumt jafnvel satt ber þó auðvitað að varast að taka það sem þar stendur alvarlega.

Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að netið hafi alið af séð fleiri hrekki, svindl og lygasögur en nokkur annar miðill eru enn margir sem eru ótrúlega trúgjarnir á það sem þeir lesa á vefnum. Það er nóg að setja gæsalappir á setningu og nafn fyrir aftan til að fólk gleypi við lyginni. Ef menn bæta svo dagsetningu og heimild aftan á setninguna þá eru nú fáir eftir sem munu efast.

“The problem with the French is they don’t have a word for `Entrepreneur`.”

– George W. Bush – in an interview with a French journalist in October 2003

Umrædd tilvitnun er til dæmis uppspuni, líkt og nokkrar aðrar sem ganga manna á milli. Stórir fjölmiðlar hafa einnig oft gleypt við sambærilegu djóki svo menn ættu í raun að varast að trúa nokkru nema þeir virkilega heyri hljóðbrot eða sjái myndskeið með viðkomandi tilvitnun.

Segja má að sú hefð að safna kjánalegum tilvitnunum stjórnmálamanna hafi hafist af alvöru með Dan Quayle varaforseta í forsetatíð George Bush eldri. Það kom öllum á óvart þegar Bush valdi þennan unga og lítt þekkta þingmann með sér á kjörseðilinn. Það væri kannski fullharkalegt að kalla hann Dan heimskan, en hitt er ljóst að hann var afar slappur ræðumaður og óreyndur og með því má skýra flesta af hans gullmolum.

Hér eru nokkrir þeirra sem hafa reyndar gengið aftur gegnum tíðina og verið eignaðir fjölmörgum öðrum:

“Republicans understand the importance of bondage between a mother and child.”

“Welcome to President Bush, Mrs. Bush, and my fellow astronauts.”

“Mars is essentially in the same orbit . . . Mars is somewhat the same distance from the Sun, which is very important. We have seen pictures where there are canals, we believe, and water. If there is water, that means there is oxygen. If oxygen, that means we can breathe.”

“The Holocaust was an obscene period in our nation’s history. I mean in this century’s history. But we all lived in this century. I didn’t live in this century.”

“I believe we are on an irreversible trend toward more freedom and democracy – but that could change.”

“One word sums up probably the responsibility of any vice president, and that one word is ‘to be prepared.'”

“I have made good judgments in the past. I have made good judgments in the future.”

“The future will be better tomorrow.”

“We’re going to have the best-educated American people in the world.”

“I stand by all the misstatements that I’ve made.”

“We have a firm commitment to NATO, we are a part of NATO. We have a firm commitment to Europe. We are a part of Europe.”

“I love California, I practically grew up in Phoenix.”

“We are ready for any unforeseen event that may or may not occur.”

“For NASA, space is still a high priority.”

“[It’s] time for the human race to enter the solar system.”

Þessi listi er fengin af www.snopes.com sem er heimasíða sem í fjölmörg ár hefur haft það að markmiði að meta sannleiksgildi kjaftasaga. Þar geta menn einnig skoðað eftirfarandi best of best-of myndband (5.8 Mb) af kappanum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.